Sveitarstjórn

621. fundur 19. ágúst 2021 kl. 16:00 - 16:30 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Einar Freyr Elínarson oddviti
 • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson starfandi sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 294

2108002F

 • 1.1 2101036 ASK BR - Mennta- og heilsusvæði í Vík
  Skipulagsnefnd - 294 Heilbrigðiseftirlitið og Vegagerðin gera ekki athugasemdir við breytinguna. Í samræmi við athugasemd Hrefnu og Þorgeirs er sýndur núverandi göngustígur á opnu svæði við Ránarbraut 15 en hann er einnig sýndur í deiliskipulagstillögu fyrir svæðið. Sveitarfélagið áréttar að á síðustu árum hefur orðið talsverð fjölgun íbúa í Mýrdalshreppi og hefur börnum á leikskóla aldri fjölgað mikið og er fyrirséð að núverandi leikskóli sé ekki nægilega stór. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.2 2011003 Deiliskipulagstillaga Garðakot (201756), Rauðholar
  Skipulagsnefnd - 294 Sveitarfélagið samþykkir deiliskipulagið með þeim fyrirvara að bætt verði texta inn á deiliskipulagið um að þar sem byggingarreitir eru svo nærri fyrirhugaðri veglínu þjóðvegar 1 mun Sveitarfélagið ekki taka þátt í kostnaði vegna aðgerða sem þarf að fara í við lóðirnar svo sem hljóðmana. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.3 2108004 Efnistaka á Mýrdalssandi
  Skipulagsnefnd - 294 Með vísan í bréf Skipulagsstofnunar dags. 10. ágúst 2021 er óskað eftir umsögn Mýrdalshrepps um tillögu að matsáætun um efnistöku á Mýrdalssandi skv. 2. mgr. 8. gr. laga nr. 106/2000 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsnefnd samþykkir beiðnina og felur skipulagsfulltrúa að veita umsögn um matsáætlunina en nefndin telur að tillagan geri nægilega grein fyrir framkvæmdinni og gerir ekki athugasemd við umhverfisþætti né valkosti.
  Nefndin telur æskilegt að sá valkostur að skipa vikrinum beint út frá ströndinni verði skoðaður rækilega enda líklega umtalsvert umhverfisvænna og yrði í samræmi við áherslur sveitarfélagsins og ríkisins í umhverfismálum.
  Bókun fundar PT víkur af fundi við afgreiðlsu málsins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.4 2108003 Holt 2 - Umsókn um byggingarleyfi
  Skipulagsnefnd - 294 Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.5 2108005 Vatnsá í Mýrdal - Umsókn um byggingarleyfi
  Skipulagsnefnd - 294 Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina fyrirvara um samþykki félags- eða stjórnarfundar Veiðifélags Kerlingardals- og Vatnsár og áréttar að ekki má hefja framkvæmdir fyrr en framkvæmdaleyfi hefur verið gefið út. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.6 2012013 Breyting á þjóðvegi um Mýrdal
  Skipulagsnefnd - 294 Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 1.7 2107011 Umferðamerki í Vík
  Skipulagsnefnd - 294 Unnið er að hönnun á gamla kirkjustígnum og nefndin tekur undir mikilvægi þess að lokið verði við breytingar á honum sem fyrst. Nefndin leggur til að skipulags- og byggingarfulltrúi fundi með sóknarnefnd svo finna megi farsæla lausn. Ástæða þess að skilti voru sett upp er að óhöpp höfðu orðið og því þótti mikilvægt að takmarka umferð þungra bifreiða upp að kirkjugarðinum til að gæta öryggis vegfarenda. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Fundargerð Fjallskilanefndar eystri, haldinn 16. ágúst 2021

2108010

Fundargerð fundar Fjallskilanefndar eystri sem haldinn var 16. ágúst 2021, lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

3.Fundargerð Fjallskilanefndar vestari, haldinn 12. ágúst 2021.

2108011

Fundargerð fundar Fjallskilanefndar vestari haldinn 16. ágúst 2021, lögð fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

4.Þórisholt 4 - Leyfi

2107007

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II-G íbúðir fyrir Þórisholt 4. Forsvarsmaður er Kristina Hajnikova.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

5.Ketilsstaðaskóla - Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

2106028

Sýslumaðurinn á Suðurlandi óskar eftir umsögn sveitarstjórnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi í Ketilsstaðaskóla, fnr. 218-8114 til sölu gistingar í flokki IV frá Hotel K20 ehf.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

6.Heimild vegna fjarfunda og fleira til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar vegna Covid 19.

2104005

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að nýta þegar við á, réttarheimild nr. 354/2021 frá Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu sem hefur verið framlengd og gildir frá 1. ágúst 2021 til 1. október 2021. Þetta er gert til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og auðvelda ákvarðanatöku við stjórn sveitarfélagsins.
Samþykkt.

7.Starfslýsing sveitarstjóra

2107015

Lögð er fram tillaga að starfslýsingu sveitarstjóra til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

8.Fundargerð 89. fundar félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu, haldinn 1. júlí 2021.

2106045

Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

9.Fundargerð 212. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands, haldinn 7. júní 2021.

2106023

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Ársreikningur Fræðslunetsins 2020

12.Kynning á NPA setri Suðurlands

2106044

Lagt fram til kynningar.

13.Niðurstöður áhættumats á Hjalltúni 2021

2106032

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir