Sveitarstjórn

614. fundur 18. febrúar 2021 kl. 16:30 - 18:08 Kötlusetri
Nefndarmenn
 • Einar Freyr Elínarson, oddviti oddviti
 • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
 • Páll Tómasson nefndarmaður
 • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
 • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
 • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
 • George Frumuselu skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fundargerð 285. fundar Fræðslunefndar Mýrdalshrepps, haldinn 9. febrúar 2021.

2102006

2102006 - Fundargerð 285. fundar Fræðslunefndar Mýrdalshrepps, haldinn 9. febrúar 2021.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Skipulagsnefnd - 288

2102006F

 • Skipulagsnefnd - 288 Skipulagsnefnd samþykkir að senda skipulagslýsingu til auglýsingar í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr.123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagnar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 288 Skipulagsnefnd getur ekki afgreitt málið í ljósi fram kominna athugasemda og fer fram á að umsækjandi vinni málið áfram í samstarfi við Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og Vegagerðina. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.3 2102020 DSK - Víkurbraut 5
  Skipulagsnefnd - 288 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
 • 2.4 2102008 DSK - Reynisholt 1
  Skipulagsnefnd - 288 Skipulagsnefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um vottað (Tveir vottar) samþykki meðeiganda. Skipulagsnefnd leggur áherslu á að hugað verði að aðgengi að lóðinni við gerð deiliskipulags. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
 • Skipulagsnefnd - 288 Skipulagsnefnd gerir athugasemd við orðalag og efnismeðferð eftirtalinna atriða: litaval, vatnsveitu, kostnað við eftirlit með strandlengju og fjarlægja skal neðstu málsgrein i kafla 6.3. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
  Að þessu uppfylltu samþykkir Skipulagsnefnd fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
  PT vék af fundi við afgreiðslu sveitarstjórnar.
 • Skipulagsnefnd - 288 Skipulagsnefnd gerir athugasemd við orðalag og efnismeðferð eftirtalinna atriða: númeraröð í efnisyfirliti, litaval, manir, vatnsveitu, kostnað við eftirlit með strandlengju og fjarlægja skal neðstu málsgrein i kafla 6.3. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.
  Að þessu uppfylltu samþykkir Skipulagsnefnd fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst.
  Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
  PT vék af fundi við afgreiðslu sveitarstjórnar.
 • Skipulagsnefnd - 288 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.

3.Drög að Samþykkt um vatnsverndarsvæði frá HeS. bs.

2102007

Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til skipulagsnefndar.

4.Erindi varðandi uppbygginu Halldórsbúðar.

2102009

Erindi varðandi uppbygginu Halldórsbúðar.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samstarfi við forstöðukonu Kötluseturs ses. að útfæra nánar tillögu sem miðar að því að Kötlusetur haldi áfram utan um framkvæmdina.

5.Hótel Katla - Rekstrarleyfi

2101035

Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir Hótel Kötlu frá Sýslumanninum á Suðurlandi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
EFE víkur af fundi.

6.Heilsueflandi samfélag.

2102019

Lögð er fram tillaga ásamt kynningu, um að Mýrdalshreppur sæki um þátttöku í verkefninu Heilsueflandi samfélag til Landlæknis.
2102019 - Heilsueflandi samfélag.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir á grundvelli verkefnistillögunnar að stefna að því að gerast heilsueflandi samfélag. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sækja um þátttöku í verkefninu til embættis Landlæknis og undirrita þar til gerðan samning. Sveitarstjóra er jafnframt falið að ganga frá samning við Einar Frey Elínarson um utanumhald verkefnisins.

EFE kemur aftur inná fundinn.

7.Fundargerð 894. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2102011

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð 209. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurlands.

2102012

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.Fundargerð 24. stjórnarfundar Bergrisans.

2102013

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 25. stjórnarfundar Bergrisans.

2102014

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 84. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

2102015

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Fundargerð 50. fundar Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

2102022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna frv. um Hálendisþjóðgarð.

2102018

Lagt fram til kynningar.

14.Bygging nýs leikskóla, þarfagreining.

2012011

Lagt fram til kynningar.

15.Bréf frá Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra.

2102017

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:08.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir