Sveitarstjórn

615. fundur 18. mars 2021 kl. 16:00 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Þorgerður H. Gísladóttir nefndarmaður
    Aðalmaður: Einar Freyr Elínarson, oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
  • George Frumuselu
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulagsnefnd - 289

2103002F

Eftirfarandi liðir eru til staðfestingar í sveitarstjórn:
  • 1.1 2012020 Fjarskiptaaðstöðu á Sjónarhól - Umsókn um stofnun lóðar
    Skipulagsnefnd - 289 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.2 2103021 Austurvegur 1 - Leyfi til að endurnýja veggklæðningu
    Skipulagsnefnd - 289 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.4 2103020 Bakkabraut 6 - Umsókn um breytingu á notkun lóðar
    Skipulagsnefnd - 289 Skipulagsnefnd vísar í gr. 4.2 í aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 og sendir málið til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn vísar til afgreiðslu frá 604. fundi sveitarstjórnar sem haldinn var 18. júní 2020 þar sem sambærilegt erindi var tekið til afgreiðslu. Þar segir: “Skv. gildandi aðalskipulagi er umrædd lóð skilgreind á íbúðarsvæði og breytingin væri gegn stefnu sveitarstjórnar um að draga úr útleigu íbúðarhúsnæðis í skammtímaleigu.
    Sveitarstjórn hefur ekki breytt afstöðu sinni í málinu og getur því ekki orðið við erindinu.
  • 1.5 2103023 Mánabraut 2 - Umsókn um byggingarleyfi
    Skipulagsnefnd - 289 Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda verði 3 vikur frá afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.6 2101010 Mánabraut 26 - Umsókn um byggingarleyfi
    Skipulagsnefnd - 289 Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda verði 3 vikur frá afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.7 2103019 Mánabraut 32 - Umsókn um byggingarleyfi
    Skipulagsnefnd - 289 Skipulagsnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd leggur til að frestur til athugasemda verði 3 vikur frá afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.9 2012018 Mýrarbraut 11 - Athugasemdir vegna grenndarkynningar
    Skipulagsnefnd - 289 Skipulagsnefnd bendir á að lóðin var auglýst fyrir tveggja hæða hús og lóðin stendur á milli tveggja hæða húsa og fellur því vel að götumynd. Aðrar vangaveltur í athugasemd falla undir byggingarreglugerð 112/2012. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.10 2103024 Sunnubraut 32 - Umsókn um stöðuleyfi
    Skipulagsnefnd - 289 Samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
  • 1.12 2102020 DSK - Víkurbraut 5
    Skipulagsnefnd - 289 Skipulagsnefnd samþykkir að senda deiliskipulagslýsingu til auglýsingar í samræmi við 40 gr. skipulagslaga nr.123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagna. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

2.Rekstarnefnd Hjallatúns - 186

2102007F

Eftirfarandi liðir eru til staðfestingar í sveitarstjórn:
  • 2.3 2102024 Fjárhagsáætlun Hjallatúns 2021
    Rekstarnefnd Hjallatúns - 186 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

3.Fundargerð 5. fundar Ungmennaráðs Mýrdalshrepps.

2103031

Lögð fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar.

4.Fundargerð 259. fundar Fræðslunefndar Mýrdalshrepps

2103032

Lögð fram til kynningar.

5.Garðakot (163020) - Rekstrarleyfi

2102029

Beiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir Garðakot fnr. 218-7925, til sölu gistingar í flokki II, minni gistiheimili frá Evu Dögg Þorsteinsdóttur.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.

6.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2021

2103003

Umsókn um rekstrarstyrk frá Samtökum um kvennaathvarf fyrir árið 2021.
Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

7.Endurnýjun á yfirdráttarheimild hjá Arion banka

2103004

Yfirdráttarheimild uppá 25.000.000 kr.sem Mýrdalshreppur hefur verið með undanfarin ár en hefur þó ekki þurft grípa til, fellur niður 20. mars nk. Lagt er til að heimildin verði endurnýjuð í eitt ár.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna.

8.Bygging nýs leikskóla

2012011

Drög að Samstarfsssamning við Consensa útboðsþjónust um vinnu við útboð á vinnu við hönnun og framkvæmd á nýjum leikskóla í Vík, lagður fram til staðfestingar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun samnings.

9.Fundargerð 895. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2103005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð 85. fundar Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

2103007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.Fundargerð 27. fundar stjórnar Bergrisans_030321

2103027

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Stöðuskýrsla uppbyggingateymis nr 11

2103016

Skýrsla lögð fram til kynningar.

13.Fundargerð 3. fundar samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi.

2103033

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir