Sveitarstjórn

670. fundur 14. nóvember 2024 kl. 13:00 - 15:09 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Þorgerður H. Gísladóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Drífa Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að mál 2207001 - Jafnlaunastefna Mýrdalshrepps yrði bætt við dagskrá fundarins. Einnig var lagt til að trúnaðarmáli yrði bætt á dagskrá fundarins sem 7. lið.

1.Skipulags- og umhverfisráð - 26

2411001F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 26 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar AHÓ vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 26 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 26 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeim fyrirvara að aflað verði samþykkis eigenda aðliggjandi jarða og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið mælist til þess að skilmálar aðalskipulags Mýrdalshrepps verði endurskoðaðir og samræmdir við deiliskipulag svæðisins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 26 Skipulagsfulltrúa falið að útfæra nánari tillögu í samræmi við umræður á fundinum. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 26 Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 23

2411002F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 23 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 23
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 23
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 23 Ráðið gerir ekki athugasemd við að miðað sé við almenna 3,5% hækkun gjalda fyrir næsta ár. Ráðið leggur til að árskort fyrir sund verði lækkað í 30.000 kr. og árskort fyrir bæði heilsurækt og sund verði hækkað í 40.000 og gjaldi fyrir hjónakort breytt í samræmi við það. Jafnframt verði sett inn sér gjald fyrir ferðaskrifstofur í gjaldskrá Leikskála.

3.Minnisblað um málefni Ytri-Skóga

2410004

Lagt fram minnisblað um málefni Ytri-Skóga og héraðsskólans í Skógum.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti sveitarstjóra að undirbúa stofnun einkahlutafélags um eignina Ytri-Skógar sem er sameign Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Héraðsnefndar Rangæinga, í félagi við þá meðeigendur sem hafa áhuga á stofnun slíks félags.
Sveitarstjórn mótmælir sölu ríkisins á Héraðsskólanum í Skógum og telur söluferlið og markaðssetningu eignanna ekki í samræmi við lóðarleigusamning og deiliskipulag. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra í samráði við fulltrúa Skaftárhrepps að leita lögfræðiálits á gjörningnum. Héraðsskólinn í Skógum eru menningarverðmæti og sveitarstjórn telur tækifæri til þess að hægt sé að hefja starfsemi sem væri í samræmi við þá hugsjón sem bjó að baki gjafagjörningi þegar Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu voru færð jörðin Ytri-Skógar að gjöf. Héraðsskólinn var hannaður af Guðjóni Samúelssyni og byggður fyrir tilstuðlan heimamanna sem unnu ötullega að framkvæmdum við húsið.
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að afturkalla f.h. sveitarfélagsins umboð dags. 10.8.2020 sem Rangárþingi eystra var veitt til að gefa út lóðarleigusamninga innan Ytri-Skóga, landnr. L163672.
Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra jafnframt að rifta f.h. sveitarfélagsins samkomulagi dags. 17.10.2019 um að Rangárþing eystra hafi fyrirsvar og sjái um ráðstöfun og útleigu á því landi Ytri-Skóga sem þegar hafði verið deiliskipulagt.

4.Brunavarnaáætlun Mýrdalshrepps

2409004

Lögð fram drög að brunavarnaáætlun Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áætlunina.

5.Austurvegur 18

2311015

Framhaldsumfjöllun.
Sveitarstjórn hefur móttekið ný gögn frá lóðarhafa Austurvegar 18 í Vík og á grundvelli þeirra er dregin til baka ákvörun um afturköllun hluta lóðarinnar sem tekin var á 669. fundi þann 17. október 2024. Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að tímaáætlanir lóðarhafa gangi eftir, að öðrum kosti verður framangreind afgreiðsla endurskoðuð. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram í samstarfi við skipulagsfulltrúa.
Samþykkt samhljóða.

6.Álagning gjalda 2025

2411001

Umfjöllun um gjaldskrár næsta árs.
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall ársins 2025 verði 14.97%.
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að hlutfall fasteignaskatts árið 2025 verði með eftirfarandi hætti:
A-flokkur
0,33 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur
1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur
1,65 % af fasteignamati húss og lóðar
Sveitarstjórn samþykkir jafnframt eftirfarandi álagningu gjalda:
Holræsagjald: 0,20 % af fasteignamati húss og lóðar
Rotþróargjald: kr. 15.515 -
Lóðarleiga: 1,5 % af lóðarmati lóðar
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um afslætti af fasteignaskatti auk framlagðra gjaldskráa fyrir vatnsveitu, leikskóla, grunnskóla, tónskóla, íþróttamiðstöð, fyrir hunda og kattahald og gjaldskrá og verðlaun vegna refa- og minkaveiða.

7.Trúnaðarmál

2110012

Fært í trúnaðarmálabók.
Afgreiðsla færð í trúnaðarbók.

8.jafnlaunastefna Mýrdalshrepps

2207001

Lögð fram drög að 4. útgáfu jafnlaunastefnu Mýrdalshrepps.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða endurskoðaða útgáfu jafnlaunastefnu Mýrdalshrepps.

9.Fundargerð aðalfundar Bergrisans 2024

11.Fundargerðir stjórnar Arnardrangs

12.Fundargerðir stjórnar Bergirsans

13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401022

Lögð fram fundargerð aðalfundar HSL 2024 auk fjárhagsáætlunar 2025. Einnig lagt fram til kynningar skjal frá Samtökum heilbrigðissvæða á Íslandi varðandi opinbert eftirlit.

14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Fundi slitið - kl. 15:09.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir