Ársreikningur Mýrdalshrepps fyrir árið 2023 tekinn til fyrri umræðu.
Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi KPMG og Kolbrún Magga Matthíasdóttir skrifstofustjóru sátu fundinn undir þessum lið.
Sveitarstjórn þakkar fyrir kynninguna á drögum að ársreikning 2023 og samþykkir samhljóða að vísa honum til síðari umræðu.
2.Króktún 10 (234449) - umsókn um lóð
2405000
Lögð fram umsókn um lóðina Króktún 10 frá Daníel Ólíver Sveinssyni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða umsóknina.
3.Endurskoðun samþykktar um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps
2404017
Samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps tekin til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða við síðari umræðu endurskoðaða samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps og felur sveitarstjóra að senda þær innviðaráðuneytinu til staðfestingar.