Sveitarstjórn

662. fundur 13. mars 2024 kl. 09:00 - 12:39 Leikskálum
Nefndarmenn
 • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
 • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
 • Þorgerður H. Gísladóttir Nefndarmaður
  Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
 • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
 • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
 • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
 • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Umræður með ungmennaráði Mýrdalshrepps

2403007

Fulltrúar ungmennaráðs Dalrós Guðnadóttir, Júlíana Líf Halldórsdóttir og Andri Berg Jóhannsson auk æskulýðs- og tómstundafulltrúa mættu á fund sveitarstjórnar. Lesið var upp erindi frá ráðinu þar sem athygli var vakin á því að skólamáltíðir uppfylltu ekki væntingar nemenda. Sérstaklega var óskað eftir því að settur yrði upp salatbar og að meðlæti með máltíðum yrði haft fjölbreyttara.
Sveitarstjórn tekur vel í erindi og ábendingar ungmennaráðs sem falla vel að áherslum heilsueflandi skóla. Sveitarstjóra er falið að taka upp málið á fyrirhuguðum fundi skólastjórnenda og matráðs.

2.Skýrsla um starfsemi Hjallatúns

2402005

Guðrún Jóhannesdóttir hjúkrunarforstjóri mætti á fundinum og sagði frá starfsemi hjúkrunarheimilisins og svaraði fyrirspurnum. Nýr matráður hefur verið ráðinn til starfa og sótt hefur verið um í framkvæmdasjóð aldraðra í því augnamiði að bæta aðstöðuna og þjónustuna. Hjallatún er í þröngri stöðu hvað varðar húsnæði fyrir starfsfólk og vöntun er á úrræðum fyrir fleira starfsfólk. Rekstur Hjallatúns hefur verið í jafnvægi í kjölfar þess að breytingar voru gerðar á framlögum sjúkratrygginga til rekstursins og sveitarfélagið hefur ekki þurft að styrkja um rekstrarfé.
Sveitarstjórn þakkar hjúkrunarforstjóra fyrir yfirferðina.

3.Skipulags- og umhverfisráð - 19

2403002F

 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við niðurstöðu matsskyldufyrirspurnar um að framkvæmdin þurfi ekki að fara í gegnum umhverfismat.
  Ráðið vill þó benda framkvæmdaaðila á að við umfangsmiklar framkvæmdir þá sé einnig nauðsynlegt að líta til ákvæða 4. kafla aðalskipulags Mýrdalshrepps um Byggð, menningu og samfélag sem fjallar um mikilvægi þess að búsetukostir séu til staðar. Eini fyrirvarinn sem ráðið gerir við matsskyldufyrirspurnina er sá að fjöldi starfsfólks sé e.t.v. vanáætlaður m.v. umfang starfseminnar sem er fyrirhuguð.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 DB og JÓF véku af fundi við afgreiðslu málsins.
  Skipulags- og umhverfisráð vísar í skilmála aðalskipulags sem kveða á um að byggt skuli á steyptri botnplötu og framkvæmdin mun þurfa að taka mið af þeim skilmálum. Ráðið telur að breytingar á notkun hússins samræmist að öðru leyti ákvæðum aðalskipulags og gerir ekki athugasemd við útlit hússins og telur að brugðist hafi verið við athugasemdum hvað það varðar. Ráðið undirstrikar að við frekari hönnun á húsinu þurfi að líta til þess að það uppfylli kröfur byggingarreglugerðar og brunavarna.
  Skipulags- og umhverfisráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  Samþykkt MÖS, ÓÖ, SSÞ, ÞLV
  ÓG sat hjá við afgreiðslu málsins og óskar bókað:
  Fyrir 10 árum síðan voru allt aðrar forsendur fyrir því að leyfa uppsetningu þessara frystigáma undir fiskvinnslu. Þá þótti of róttækt að byggja undir þetta tilraunaverkefni og gámarnir góður kostur. Í dag er fiskvinnslan hætt og því ekki grundvöllur fyrir að leyfa þessa gáma lengur. Að veita Leyfi fyrir veitinga- og/eða gistirekstur í frystigámum stenst ekki þær kröfur og væntingar sem íbúar setja á okkar aðal atvinnugrein ferðaþjónustuna. Með því að heimila þetta er komið fordæmi sem við sjáum ekki fyrir endann á. Í dag eru allar forsendur fyrir því að byggja undir ferðaþjónustu í Vík og nágrenni. Þessi tiltekna lóð er stór og skilgreind sem miðsvæði í dag á aðalskipulagi. Þarna eru frábærir möguleikar á vandaðri og góðri uppbyggingu á öllu því sem miðsvæði hefur upp á að bjóða.
  Bókun fundar DB og JÓF véku af fundi við afgreiðslu málsins.
  Páll Tómasson starfsaldursforseti tók við stjórn fundarins.
  Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  Samþykkt PT og AHÓ
  ÞHG sat hjá við afgreiðslu málsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við breytingu á notkun hússins í samræmi við fyrirspurnina.
  Ráðið ítrekar þó ákvæði aðalskipulags um fjölda bílastæða sem þarf fyrir verslun og þjónustu. Rekstrarleyfi verður því háð því að rekstraraðili geti á hverjum tíma sýnt fram á að þeim ákvæðum sé fylgt, komi til þess að ákvæðin séu ekki uppfyllt þá mun það leiða til afturköllunar rekstrarleyfis. Eins vill ráðið benda á að ekki verður hægt að skilgreina bílastæði við austurhlið hússins þar sem þar er gert ráð fyrir gangstétt.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins. Sveitarstjórn mælist til þess að umsækjandi taki mið af öðrum ákvæðum aðalskipulags sem snúa að veitingastöðum í þéttbýlinu við frekari þróun á framkvæmdinni.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 Skipulags- og umhverfisráð tekur vel í fyrirspurn enskumælandi ráðs. Ráðið leggur til að framkvæmd verði könnun þar sem íbúum gefst kostur á að koma með hugmyndir um útfærslu á leik- og útisvæði á Guðlaugsbletti og felur sveitarstjóra framgang málsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Skipulags- og umhverfisráð - 19 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

4.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 16

2403001F

 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 16 Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 16 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina. Ráðið óskar Víkurskóla og Kötlu jarðvangi til hamingju með að hafa hlotið Menntaverðlaun Suðurlands 2023 fyrir Víkurfjöruverkefnið.
  Ráðið felur sveitarstjóra í samstarfi við áhaldahús og skólastjórnendur að vinna úrbætur á öryggi skólasvæðis í samræmi við athugasemdir sem hafa borist frá skólastjórnendum og foreldrum.
  Ráðið samþykkir skóladagatal 2024-2025 og að veittur verði auka starfsdagur í október vegna fræðsluferðar starfsfólks. Ráðið mælist til þess að skólinn framkvæmi könnun meðal foreldra um það hvort haust- og vetrarfrí séu á skóladagatali þarnæsta skólaárs.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 16 Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir yfirferðina.
  Ráðið leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samstarfs við Tröppu.
  Ráðið samþykkir framlögð drög að reglum um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi (Vistunarreglur) með þeim breytingum að skilgreindur verði afsláttur þegar annað foreldri er í fullu námi. Jafnframt samþykkir ráðið framlögð drög að tungumálastefnu og viðverustefnu með þeirri breytingu að orlofskafli verðu endurskoðaður þannig að helstu atriði séu dregin fram en annars vísað til gildandi kjarasamninga.
  Ráðið samþykkir að settur verði á fót starfshópur til þess að undirbúa skóladagatal og skipulag starfseminnar skólaárið 2024-2025. Tilnefndir eru í hópinn leikskólastjóri, fulltrúi foreldra, Þorgerður H. Gísladóttir, Þórey Richardt Úlfarsdóttir og Finnur Bárðarson úr FFMR auk sveitarstjóra.
  Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

5.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 16

2402002F

 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 16 Ráðið leggur til við Skipulags- og umhverfisráð að skoðað verði hvar hægt verði að skipuleggja leiksvæði fyrir börn og fjölskyldur. / The council proposes to the Planning and Environment Council to look into where it is possible to plan a playground for children and families.
 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 16 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í verkefnið og að gert verði ráð fyrir fjármagni í það í viðauka við fjárhagsáætlun 2024. Formanni ráðsins í samstarfi við Nichole og sveitarstjóra er falið að meta umfang og kostnað við verkefnið fyrir næsta fund sveitarstjórnar. / The council proposes to the local council that work on the project commences and that funds be provided in an annex to the 2024 budget. The chairman of the council, in collaboration with Nichole and the mayor, is tasked with estimating the scope and the cost of the project before the local council's next meeting. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
 • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 16 Ráðið þakkar Jóni Gunnari og Guðmundi fyrir kynninguna. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að útfærður verði samstarfssamningur við Bara tala og að unnið verði með atvinnurekendum að þróun verkefnisins sem getur jafnframt verið liður í inngildingarstefnu. / The council thanks Jón Gunnar and Guðmundur for the presentation. The council proposes to the local council that a cooperation agreement be drawn up with Bara tala and that work be done with employers on the development of the project, which can also be part of the integration policy. Bókun fundar Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um styrkhæfni verkefnisins og frestar afgreiðslu málsins.

6.Mýrdalshlaupið

2201024

Lögð fram drög að samstarfssamningi og beiðni um styrk.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja keppnina um 350.000 kr. og felur sveitarstjóra að ganga frá samstarfssamningi.

7.Uppgræðsla Víkurfjöru

2202017

Lagt fram minnisblað frá Land og skógi vegna landgræðsluverkefnis í Víkurfjöru 2024.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að ráðist verði í verkefnið á grundvelli minnisblaðsins og felur sveitarstjóra að útfæra kostnað í viðauka við fjárhagsáætlun.

8.Áskorun vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024

2403006

Lögð fram áskorun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórn fagnar því að kjarasamningar hafi náðst á almennum markaði til fjögurra ára og samþykkir samhljóða að gjaldskrár verði endurskoðaðar og að stefnt verði að því að skólamáltíðir í grunnskóla verði gjaldfrjálsar. Mýrdalshreppur hefur þegar gert samkomulag við ríkið um húsnæðisuppbyggingu og mun áfram vinna á grundvelli þess samkomulags.

9.Leigusamningur um Þakgil

2311029

Lögð fram drög að leigusamningi um land í Þakgili á Höfðabrekkuafrétti.
DB og JÓF véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir drög að leigusamningi sem miðast við 15 ára leigutíma og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.

10.Vinnustund

2402018

Lagt fram tilboð í innleiðingu á Vinnustund, viðveru og réttindakerfi og greinargerð skrifstofustjóra.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að tilboðinu verði tekið og felur sveitarstjóra að útfæra kostnað í viðauka við fjárhagsáætlun.

12.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Mýrdalshreppi

2112026

Lögð fyrir samþykkt um meðhöndlun úrgangs með athugasemdum frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti.
Sveitarstjórn staðfestir samþykktina með þeim breytingum sem ráðuneytið leggur til og felur sveitarstjóra að senda þær inn til staðfestingar ráðherra og auglýsingar í stjórnartíðindum.

13.Fundargerð aukaaðalfundar Hulu bs.

2402001

Endurskoðaðar samþykktir Hulu bs. teknar til síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir endurskoðaðar samþykktir Hulu bs. við síðari umræðu.
Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Mýrdalshrepps í stjórn verði sveitarstjóri og oddviti. Til vara verði varaoddviti og Anna Huld Óskarsdóttir.

14.Efnistaka á Mýrdalssandi

2108004

Lagt fram til kynningar álit Skipulagsstofnunar vegna efnistöku í Höfðafjöru

15.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401022

Lagt fram til kynningar.

17.Fundargerðir stjórnar SASS

2311016

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:39.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir