Sveitarstjórn

617. fundur 29. apríl 2021 kl. 16:00 - 17:15 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson, oddviti oddviti
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Páll Tómasson nefndarmaður
  • Þórey R. Úlfarsdóttir nefndarmaður
  • Ingi Már Björnsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til bygginu leikskóla í Vík.

2104016

Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 150.000.000.-, með lokagjalddaga þann 5. október 2034, í samræmi við samþykkta lánsumsókn sem liggur hjá sjóðnum.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu leikskóla sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Þorbjörgu Gísladóttur, sveitarstjóra, kt. 010263:4339, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélags Mýrdalshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Friðrik Einarsson og Kolbrún Magga Matthíasdóttir sátu fundinn undir þessum lið.

2.Ársreikningur Mýrdalshrepps 2020

2104030

Ársreikningur 2020 lagður fram til fyrri umræðu. Friðrik Einarsson frá KPMG og Kolbrún Magga Matthíasdóttir koma á fundinn.
Sveitarstjórn þakkar Friðriki Einarssyni fyrir yfirferðina og samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu.
Friðrik Einarsson og Kolbrún Magga yfirgefa fundinn.

Fundi slitið - kl. 17:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir