Sveitarstjórn

661. fundur 15. febrúar 2024 kl. 09:00 - 10:50 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Magnús Örn Sigurjónsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Drífa Bjarnadóttir
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Sveitarstjórn sendir fjölskyldu og aðstandendum Einars Guðna Þorsteinssonar einlægar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.
Einar Guðni hafði starfað hjá áhaldahúsi sveitarfélagsins um árabil og vill sveitarstjórn koma á framfæri þakklæti sínu fyrir störf hans í þágu samfélagsins í Mýrdalshreppi.

1.CanAm Iceland Hill Rally

2401024

Tryggvi M. Þórðarson f.h. keppnisstjórnar CanAm Iceland Hill Rally 2024 sækir um leyfi til rally keppni sem fer fram dagana 8.-11. ágúst 2024 og er að hluta innan Mýrdalshrepps. Jafnframt er sótt um leyfi til afnota af afmörkuðum svæðum til viðhalds bifreiða á tilgreindum tímum.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir fyrir sitt leyti að keppnin fari fram. Sveitarstjórn heimilar jafnframt notkun afmarkaðra svæða til viðhalds bifreiða í samræmi við umsóknina.

2.Leigusamningur um Þakgil

2311029

Tekið aftur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir að samið verði við umsækjanda aftur á grundvelli reglna ríkisins um afgjald fyrir afnot af landi í eigu ríkissjóðs og að stuðst verði við flokk C - Atvinnulóðir. Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að ganga frá samning sem verði til 10 ára.

3.Skipan í nefndir og ráð

2206015

Tekin fyrir skipan aðal- og varamanns í Skipulags- og umhverfisráð.
Sveitarstjórn samþykkir að Steinþór Vigfússon verði varamaður í Skipulags- og umhverfisráði og að Pálmi Kristjánsson taki sæti hans sem aðalmaður.

4.Heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands

2402004

Lögð fram tillaga að áskorun til mennta- og barnamálaráðherra vegna heimavistar við Fjölbrautaskóla Suðurlands.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að senda áskorunina til mennta- og barnamálaráðherra.

5.DSK - Vesturhluta Víkurþorps

2009002

Lögð fram til umfjöllunar drög að viljayfirlýsingu vegna þróunar og skipulags í Vesturhluta Víkur.
Sveitarstjórn samþykkir drögin með þeim breytingum að viljayfirlýsingin og verkefni vinnuhóps sem skipaður verður taki einungis til þróunar á Víkurbraut 21 og 21A.

6.Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Mýrdalshreppi

2112026

Síðari umræða um samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
Sveitarstjórn samþykkir samþykktina við síðari umræðu og felur sveitarstjóra að senda hana til auglýsingar í stjórnartíðindum.

7.Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs

2402007

Lögð fram drög að gjaldskrá á grundvelli samþykktar um meðhöndlun úrgangs.
Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrána og felur sveitarstjóra að birta hana.

8.Útboð ræstinga hjá sveitarfélaginu

2401025

Lögð fram tillaga um að ræstingar fyrir stofnanir sveitarfélagsins verði boðnar út.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að ræstingar stofnana sveitarfélagsins verði boðnar út og felur sveitarstjóra að fullklára útboðsgögn í samráði við stjórnendur.

9.Fundargerðir stjórnar Bergirsans

2302009

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Bergrisans bs. Jafnframt teknar fyrir reglur byggðasamlagsins um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem þarfnast staðfestingar aðildarsveitarfélaga.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti reglur um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

10.Fundargerð aukaaðalfundar Hulu bs.

2402001

Lögð fram fundargerð aukaaðalfundar Hulu bs. og tillaga að breytingum á samþykktum byggðasamlagsins og gerð svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.
Sveitarstjórn samþykkir við fyrri umræðu endurskoðaðar samþykktir fyrir Hulu bs.
Sveitarstjórn samþykkir að Hula bs. vinni svæðisáætlun fyrir meðhöndlun úrgangs fyrir sveitarfélagið og að hún nái yfir starfssvæði Hulu bs.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir