Sveitarstjórn

659. fundur 21. desember 2023 kl. 17:00 - 17:05 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Ákvörðun útsvars 2024

2312008

Umfjöllun um ákvörðun útsvarsprósentu í kjölfar samnings ríkis og sveitarfélaga um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk.
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 15.12.2023, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 15.12.2023, samþykkir sveitarstjórn Mýrdalshrepps að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2024 hækki um 0,23% og verði 14,97%.
Ákvörðunin mun ekki hafa áhrif á heildarálögur á íbúa sveitarfélagsins þar sem að samkomulagið byggir á því að hlutfall tekjuskatts lækki til samræmis við framangreinda hækkun útsvars.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir