Enskumælandi ráð - English Speaking Council

14. fundur 23. nóvember 2023 kl. 09:00 - 11:15 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Tomasz Chocholowicz Formaður
  • Hamsa Arnedo Moreno
  • Lara Ólafsson
  • Damian Szpila
    Aðalmaður: Delfin Bagsic Dimailig
  • Marcin Miskowiec
  • Deirdre Ana Stack Marques
  • Kristína Hajniková
Fundargerð ritaði: Hugrún Sigurðardóttir Verkefnastjóri fjölmenningar
Dagskrá

1.Skýrsla sveitarstjóra - Mayor's report

2209026

Sveitarstjóri forfallaðist vegna veikinda - The mayor was unable to attend due to illness

2.Umræður með verkefnastjóra fjölmenningar - Discussions with the multicultural representative

2303012

Ráðið óskar eftir því að fundargerðir sem birtar eru á vik.is verði gerðar ítarlegri þannig að íbúar geti lesið sér betur til um málefni sem rædd eru á fundum sveitarfélagsins. Upphafleg erindi fylgja ekki með fundargerðum. Fundargerðir í dag eru mjög innihaldslausar og virðast vera hálfgert leyndarmál fyrir þá sem ekki sitja fundina.
Ráðið óskar eftir því að sveitarfélagið standi betur að upplýsingagjöf um það sem er um að vera í sveitarfélaginu þannig að íbúar fái betri tilfinningu fyrir þeirri vinnu sem er í gangi í sveitarfélaginu.
Ráðið óskar eftir því að fréttabréf sveitarstjóra verði birt á íslensku og ensku á vik.is
Ráðið óskar eftir því að útbúið verði plaggat sem hægt verði að dreifa á vinnustaði innan sveitarfélagsins með upplýsingum um ráðið, hlutverk þess og hvernig maður hefur samband við það.
The council requests that the meeting minutes published on vik.is be made more detailed so that residents can better read about issues discussed at the municipality's meetings. Initial papers are not included in the minutes. The minutes of today's meetings are very empty and seem to be somewhat of a secret to those who do not attend the meetings.
The council requests that the municipality do a better job of providing information about what is going on in the municipality so that residents get a better sense of the work that is useful in the municipality.
The council requests that the mayor's report be published in Icelandic and English at vik.is
The council requests that a leaflet be prepared that can be distributed to workplaces within the municipality with information about the council, its role and how to contact it.

3.Erindi frá Fræðsluneti Suðurlands - Proposal from the Lifelong learning center

2311023

Umfjöllun um íslenskukennslu. Forstöðukona Kötluseturs kynnti jóladagskrá Mýrdalshrepps og verkefnisstjóri fjömlenningar kynnti vinnustofu fyrir fjölmenningarráð á Suðurlandi.

Discussion on Icelandic teaching. The director of Kötlusetur presented the Christmas program of Mýrdalshreppur and the project manager of fjömlenningar presented a workshop for the multicultural council in the South.
Ráðið skorar á sveitarstjórn að móta sér sýn varðandi íslenskukennslu í sveitarfélaginu og beita sér marvisst fyrir því að í Mýrdalshreppi verði aðgengileg, notendavæn og áræðanleg íslenskukennsla. Ekkert íslenskunámskeið var haldið í haust.
Ráðið biður sveitarstjórn um að senda erindi á Fræðslunetið og óska eftir langtíma dagskrá íslenskukennslu í Mýrdalshreppi og að sú dagskrá verði auglýst með fyrirvara svo nemendur geti gert viðeigandi ráðstafanir til þess að mæta á námskeið.
Ráðið óskar eftir því að sveitarstjórn beiti sér fyrir því að lágmarks fjöldi nemenda á íslenskunámskeið verði lækkað. Oft munar aðeins 1-2 skráningum á því hvort að námskeið eru haldin eða ekki. Erfitt að uppfylla þessar kröfur í litlu sveitarfélagi. Óeðlilegt að sömu kröfur séu settar á lítið sveitarfélag og stærri sveitarfélög eins og Selfoss.
Ráðið biður sveitarstjórn um að leita að öðrum samstarfsaðilum ef að Fræðslunetið getur ekki orðið við beðni ráðsins.
Ráðið styður að sveitarstjóri haldi áfram frekari viðræðum við Fræðslunetið og lítur á þetta sem frábært tækifæri til þess að efla íslenskukennslu í sveitarfélaginu.
Ráðið óskar eftir því að haft verði samband við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og óskað eftir því að þeir miðli reglum um námskeiðshald á vinnutíma áfram til fyrirtækja í sveitarfélaginu. Stuðla að auknu samstarfi við hæfnisetrið.
The council challenges the local government to formulate a vision regarding Icelandic teaching in the municipality and to work hard to ensure that Icelandic teaching becomes accessible, user-friendly and reliable in Mýrdalshreppi. No Icelandic courses were held this fall.
The council asks the local government to send a message to the Lifelong learning center and request a long-term program of Icelandic lessons in Mýrdalshreppi and that that program be advertised in advance so that students can take appropriate measures to attend courses.
The council requests that the local government strives to reduce the minimum number of students on Icelandic courses. Often only 1-2 registrations make the difference between courses being held or not. Difficult to meet these requirements in a small municipality. It is not normal that the same requirements are placed on a small municipality and larger municipalities such as Selfoss.
The council asks the local government to look for other partners if the Education Network cannot meet the council's request.
The council supports the mayor continuing further discussions with the Education Network and sees this as an excellent opportunity to promote Icelandic teaching in the municipality.
The council requests that the Center of Tourism Skills be contacted and requested that they pass on the rules for holding courses during working hours to companies in the municipality. Promote increased cooperation with the competence center.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir