Mikil gróska í byggingu íbúðarhúsnæðis í Vík/Significant growth in construction of residential housing

Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist við byggingu 32 íbúða í Vík á þessu ári. Nú standa yfir framkvæmdir við 7 íbúðir í vestur hluta Víkur og vinna er er hafin við 12 íbúða fjölbýlishús við Sléttuveg. Fleiri lóðum hefur verið úthlutað sem vænta má að framkvæmdir hefjist á á næstu mánuðum. Vonir standa til þess að þetta muni létta á þeirri þörf sem er á húsnæðismarkaði en huga þarf að fjölbreyttari húsnæðiskosti. Eins og hefur komið fram, þá hefur Mýrdalshreppur skrifað undir viljayfirlýsingu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi samstarf um byggingi íbúða t.d. með stofnframlagi sem auðvelda fyrstu kaup, leiguíbúðir í almennakerfinu og svo íbúðir reknar af opinberu leigufélagi.  Stefnt er að því að það verkefni fari af stað strax eftir kosningar. 

Construction of 32 apartments in Vík is expected to start this year. Work is currently underway on 7 apartments in the western part of Vík and ground preparations are started on a 12-apartment building by Sléttuvegur. More plots have been allocated, where construction work can be expected to begin in the coming months. It is hoped that this will ease the pressure in the housing market, but more diverse housing options need to be considered. As has been stated, Mýrdalshreppur has signed a letter of intent with the Icelandic Housing and Construction Authority regarding co-operation on the construction of apartments, e.g. with initial contributions that facilitate the first purchase, rental apartments in the public system and then apartments run by a public rental company. The aim is for this project to start immediately after the election.