Laus störf við Víkurskóla, Vík í Mýrdal

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldis til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+

Víkurskóli Vík í Mýrdal auglýsir stöður við skólann lausar til umsóknar fyrir skólaárið 2022-2023

  • Umsjónarkennsla á yngsta stigi, tvær stöður 80-100%
  • List- og verkgreinakennsla, heimilisfræðikennsla, ýmsar aðrar kennslugreinar
  • Íþróttir, um 70% stöðugildi
  • Stuðningsfulltrúar 50-100% stöðugildi
  • Skólaliði 60% (m.a. framreiðsla í mötuneyti og önnur tilfallandi störf)

Umsækjendur skulu hafa tilskylda menntun og reynslu til starfsins og góð tök á íslensku í ræðu og riti. Lögð er áhersla á umsækjendur séu sveigjanlegir og hafi góða samskiptahæfni og vilja til að taka þátt í samstarfi og teymisvinnu.