Fjölmenningarfulltrú Mýrdalshrepps/ Multicultural representative

Beata Rutkowska
Beata Rutkowska

Miklar breyting hafa átt sér stað á samsetningu íbúa í Mýrdalshreppi, rúmlega helmingur íbúa er af erlendu bergi brotinn. Það er áskorun að virkja þennan stóra hóp til þátttöku í okkar góða samfélagi. Þennan sem býr yfir fjölbreyttiri reynslu og menntun sem við sem samfélag höfum þörf fyrir að nýta. Til þess að stíga fyrstu skrefin í þá átt að virkja erlenda íbúa og bjóða þá velkomna hefur Beata Rutkowska sem hefur starfað sem þjónustufulltrúi á skrifstofu Mýrdalshrepps frá árinu 2018 verið ráðin í 25% starf fjölmenningarfulltrúa og mun áfram sinna starfi þjónustufulltrúa í 75% starfi. Beata er fædd í Pólandi en hefur búið í Vík s.l. 14 ár og talar ágæta íslensku. Hennar helstu verkefni verða:

  • Að taka saman og birta upplýsingar á heimasíðu sveitarfélagsins um allt það sem almennt er talið gangnast nýjum íbúum.
  • Að annast upplýsingagjöf til nýrra íbúa Mýrdalshrepps.
  • Tengslamyndun og gerð kynningarefnis fyrir nýja íbúa.
  • Greining upplýsinga um stöðu nýrra íbúa í sveitarfélaginu.

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að því að taka saman upplýsingar sem nú eru birtar á nýrri undirsíðu vik.is og meira efni er á leiðinni. Gert er ráð fyrir að starfið muni þróast eftir því hver reynslan af því verður.

Frá 1. ágúst 2022 verður viðtalstími hjá Beötu í Kötlusetri á mánudögum frá 8:30 til 12:00 annars má senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vik.is.

Significant changes have taken place in the population demographics in Mýrdalshreppur, more than half of the residents are born outside Iceland. The group has diverse experience and education which the local society need to take advantage of. It is a challenge to mobilize this large group to participate in our good society and therefore as one of the first steps towards integrating and welcoming foreigners, was to hire Beata Rutkowska as a multicultural representative. She will work 25% as multicultural representative and will continue to work as a service representative for the rest. Beata is working since 2018 at the Mýrdalshreppur office, she was born in Poland, live in Vík for 14 years and she speaks good Icelandic. Her main tasks will be:

  • To compile and publish information on the municipality's website about everything that it is useful to new residents.
  • To provide information through direct communication to the new residents of Mýrdalshreppur
  • Networking and promotional materials for new residents.
  • Analysis of information on the status of new residents in the municipality.

In recent months, the municipality has work to compile and published information on the new sub-page of vik.is https://www.vik.is/is/multicultural

and more material is on the way. It is expected to develop the project depending on what experience it will have.

From 1 August 2022, there will be an interview time at Beata in Kötlusetur on Mondays from 8:30 to 12:00, otherwise you can send an e-mail to skrifstofa@vik.is.