Auglýsing um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu

Auglýsing um úthlutun íbúðar í almenna íbúðaleigukerfinu, um er að ræða 3ja herbergja íbúð að Austurvegi 35 í Vík

Markmið Mýrdalshrepps með byggingu almennra íbúða í sveitarfélaginu var tvíþætt, að bæta úr brýnni þörf á auknu íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu, en um leið að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstakling undir tekju- og eignamörkum með leiguíbúðum á viðráðanlegu verði.

Um byggingu og útleigu íbúðanna gilda lög um almennar íbúðir nr. 52/2016

Umsækjandi þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Uppfylla kröfur um tekjuviðmið skv. 10. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016
  • Hafa átt lögheimili í sveitarfélaginu samfellt í eitt ár áður en umsókn er móttekin.
  • Búa við ófullnægjandi húsnæðisaðstöðu eða öryggisleysi í húsnæðismálum.
  • Hafa ekki möguleika á að kaupa eigin húsnæði og/eða leigja á almennum leigumarkaði án sérstakrar aðstoðar.

Umsóknarferli.
Umsóknir um leigu almennra íbúða skulu berast sveitarstjóra Mýrdalshrepps á eyðublaði sem ber yfirskriftina „Umsókn um almenna leiguíbúð“ og er hægt að nálgast inná vik.is undir „Umsóknir og eyðublöð“ Með umsókninni skal fylgja afrit af skattframtali síðasta árs og afrit af þremur síðustu launaseðlum umsækjenda.

Sveitarstjórn úthlutar íbúðunum eftir að farið hefur verið yfir allar umsóknir. Við úthlutun almennra íbúða skal að jafnaði farið eftir því hversu lengi umsækjandi hefur verið á biðlista eftir almennum íbúðum. Einnig skal sveitarstjórn við úthlutunina horfa til fjölskyldustærðar, fjárhagsstöðu og félagslegra aðstæðna umsækjanda. Íbúðin er laus frá 1. október 2023.

Tekju- og eignamörk.

Árstekjur leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu skulu ekki nema hærri fjárhæð en 7.696.000 kr. fyrir hvern einstakling en 10.775.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast 1.924.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Með tekjum er í reglugerð þessari átt við allar tekjur skv. II. kafla laga um tekjuskatt nr. 90/2003, samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, að teknu tilliti til frádráttar skv. 1., 3., 4. og 5. tölul. A-liðar 1. mgr. og 2. mgr. 30. gr. og frádráttar skv. 31. gr. sömu laga.

Samanlögð heildareign leigjenda almennra íbúða að frádregnum heildarskuldum við upphaf leigu, með vísan til 72.-75. gr. laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, skal ekki nema hærri fjárhæð en 8.307.000 kr.

Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2023

Allar frekari upplýsingar veitir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í tölvupósti á netfangið sveitarstjori@vik.is