Áramótakveðja sveitarstjóra / Mayor's New Year's greeting

Kæru íbúar Mýrdalshrepps,
English below

Nú er árinu 2022 senn að ljúka og ávallt gott að líta yfir farinn veg.

Á persónulegum nótum vil ég byrja á því að þakka fyrir velvild og stuðning á árinu og sér í lagi á seinni hluta þess þar sem ég var að fóta mig í nýju embætti. Þrátt fyrir að umræðan hafi oft á tíðum verið beinskeytt og fjörug í aðdraganda kosninga þá hefur okkur í kjölfarið gengið vel að vinna saman að hagsmunum sveitarfélagsins.

Ný stjórnskipan með breyttu nefndakerfi hefur gengið vel og fyrstu merki gefa til kynna að sú einföldun sem ráðist var í að loknum kosningum muni reynast mjög farsæl. Ég er mjög þakklátur því fólki sem hefur gefið af tíma sínum til að sinna skyldum kjörinna fulltrúa og það styrkir sveitarfélagið mjög að íbúar taki virkan þátt.

Metnaðarfull sveitarstjórn hefur sýnt á afgerandi hátt að áfram verður unnið að uppbyggingu sveitarfélagsins og þannig er núna yfirstandandi útboð fyrir byggingu nýs leikskóla og hönnun nýrrar líkamsræktar er hafin og mun ljúka í febrúar næstkomandi. Stefnt er að áframhaldandi uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og skipulögð verða ný íbúðahverfi á næsta ári.

Samfélagið okkar kemur sterkt út úr heimsfaraldri og sérstaklega vil ég þakka starfsfólki sveitarfélagsins sem lagði sig allt fram um að halda uppi góðri þjónustu og okkur tókst þannig að halda uppi skólastarfi óslitið í gegnum faraldurinn. Okkar stærsta atvinnugrein hefur heldur betur náð sér á strik þannig að íbúum fjölgar áfram og fyrirtæki eru áhugasöm um að efla starfsemi sína í sveitarfélaginu. Við erum í þeirri öfundsverðu stöðu að bæði hið opinbera og fyrirtæki eru í góðri stöðu til þess að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu sem í mínum huga grundvallast á góðri trú á því að hér sé gott að búa.

Nú í lok árs hefur svo sannarlega sýnt sig hversu vel við búum að eiga þann mikla mannauð sem starfar í björgunarsveitinni okkar. Ósérhlífni og þrautseigja þeirra ætti að vera okkur öllum mikil hvatning. Eins vil ég þakka þeim sem unnu tímunum saman til þess að reyna að koma samgöngum í lag eftir mikið fannfergi. Við getum átt von á að veðrið haldi áfram að gera okkur erfitt fyrir en gagnvart því er líklega best að temja sér hvoru tveggja þrautseigju og æðruleysi.

Ég óska íbúum öllum gleði og farsældar á árinu 2023 of þakka samfylgdina á liðnu ári.

Einar Freyr Elínarson

Sveitarstjóri Mýrdalshrepps

Dear residents of Mýrdalshreppur,

Now that the year 2022 is coming to an end, it is good to take a look back and evaluate tha passing year.

On a personal note, I would like to start by giving thanks for the goodwill and support during the year, and especially during the second half of it, when I was settling into my new office. Although the discussion was often direct and lively in the run-up to the elections, we have subsequently succeeded in working together for the interests of the municipality.

The new government structure with a changed committee system has been successful and the first signs indicate that the simplification that was undertaken after the elections will prove to be very successful. I am very grateful to the people who have given their time to fulfill the duties of elected representatives, and it greatly strengthens the municipality that residents are actively involved.

The ambitious local government has shown decisively that they will continue to work on the development of the municipality, and thus a bidding process is underway for the construction of a new kindergarten and the design of a new gym has begun and will be completed next February. The aim is to continue the development of residential housing and new residential areas will be planned next year.

Our community is coming out of the pandemic strong, and I would especially like to thank the staff of the municipality who did their best to maintain good services and thus we were able to maintain school work uninterrupted through the pandemic. Our largest industry has recovered better, so the population continues to increase and companies are interested in promoting their activities in the municipality. We are in the enviable position that both the public sector and companies are in a good position to continue investing in development which, in my mind, is based on the good faith that our municipality is a good place to live in.

Now at the end of the year, it has certainly been shown lucky we are for the individuals working in our rescue team. Their selflessness and perseverance should be a great inspiration to us all. I would also like to thank those who worked for hours to try to get transportation back in order after a the massive snowfall during the holiday season. We can expect that the weather will continue to make things difficult for us, but it is this regard it is best to cultivate both perseverance and serenity.

I wish all residents joy and success in 2023, and thank you for your cooperation in the past year.

Einar Freyr Elínarson

Mayor of Mýrdalshreppur