Starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa laust til umsóknar

Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf þroskaþjálfa og/eða félagsráðgjafa í málaflokk fatlaðs fólks. Um er að ræða 50 – 100 % starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla og Vestur Skaftafellssýslu sem annast félags- og Skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 5.300 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og þroskaþjálfafélags Íslands, Félagsráðgjafafélags Íslands eða annara félaga sem við eiga.

 

Helstu verkefni:

  • Umsjón og eftirlit með þjónustu sveitarfélagana við fötluð börn
  • Sinnir ráðgjöf ásamt fræðslu, leiðsögn og stuðningi við þjónustunotendur og starfsmenn
  • Hefur yfirlit yfir þjónustuþega og þá þjónustu sem veitt er og vinnur þjónustumat í samstarfi við aðra sérfræðinga
  • Umsjón með SIS mati, samþættingu þjónustu, umönnunargreiðslum, þjónustu stuðningsfjölskyldna og þeirrar stoðþjónustu sem við á
  • Tengiliður við greiningarstofnanir og aðra þjónustuaðila fatlaðs fólks
  • Virk þátttaka í mótun verkferla
  • Virk þátttaka í endurskoðun reglna

 

Menntunar og hæfnikröfur:

  • Starfsréttindi sem þroskaþjálfi eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður
  • Þekking á málaflokknum, lögum og reglugerðum æskileg
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti

 

Launakjör eru samkvæmt samningum sambands íslenskra sveitarfélaga við þroskaþjálfafélag Íslands eða annara félaga.

Til greina kemur að ráða einstakling með aðra menntun sem nýtist í starfi ef engin þroskaþjálfi/félagsráðgjafi sækir um.

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2022. Umsóknum skal skilað til Svövu Davíðsdóttur, framkvæmdastjóra félags- og skólaþjónustu í tölvupósti á svava@felagsmal.is með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Bæði karlar og konur eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar veitir Svava Davíðsdóttir í síma 487-8125 eða á netfangið svava@felagsmal.is