Hreinsunarátak í tilefni Regnbogahátíðarinnar 2021.

Vor í Vík og Umhverfisnefnd Mýrdalshrepps í samstarfi við Zipline Iceland standa fyrir hreinsunarátaki í tilefni Regnbogahátíðarinnar 8.-10.október 2021.
Dagana 23.09-29.09 fá öll þau sem tína rusl eða gera eitthvað annað gagnlegt til að fegra sveitarfélagið Zipline ferð. Ferðirnar verða farnar fljótlega eftir að átakinu líkur og verða kynntar sérstaklega. Til að komast í pottinn þar sem allir verða sigurvegarar þarf að taka myndir og deila inná Vor í Vík síðuna og merkja með #Regnbogatiltekt2021
Mjög dómhörð dómnefnd mun svo yfirfara sönnunargögnin sem berast og ákveða hvort viðkomandi komist í pottinn.
Minnum á að aldurstakmark í zipline er 8 ára og börn undir lögaldri þurfa að koma í fylgd foreldris/forráðamanns svo það er um að gera að bretta ermarnar upp saman þegar tekið verður á því í tiltektinni.