Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tvær tillögur af nýjum deiliskipulögum fyrir Geirsholt og Þórisholt land í Reynishverfi og Litla-Hvamm lóð í Mýrdal.

Geirsholt og Þórisholt land - Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillagan nær yfir Geirsholt og Þórisholt land í Reynishverfi. Verið er að sameina þessar tvær landeignir undir Geirsholt. Gert er ráð fyrir að breyta núverandi notkun bygginga á Geirsholti í íbúðarhúsnæði.

Litli- Hvammur lóð - Deiliskipulagstillaga

Deiliskipulagstillagan nær yfir Litla-Hvamm lóð en innan landsins er ein bygging auk þess sem skilgreindar eru frekari byggingarheimildir og kvöð um aðkomu.

Þessar tillögur liggja frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 24. apríl til og með 4. júní 2024.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 4. júní 2024.

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshreppur