Skipulags- og umhverfisráð - 35Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að forkynna fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið.
Skipulags- og umhverfisráð - 35Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. AHÓ sat hjá við afgreiðslu málsins.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
AHÓ og SSÞ sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 35Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 35Ráðið leggur til að rólur sem voru á leikskólalóð verði settar upp við Klettsveg ásamt bekk. Vegna fjárhagsáætlunar 2026 leggur ráðið til að áætlað verði fjármagn í framkvæmdir við Guðlaugsblettinn og felur skipulagsfulltrúa í samráði við íþrótta- og tómstundafulltrúa að undirbúa hönnun.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 35Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði stöðuleyfi skv. umsókninni.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 29Ráðið leggur til við sveitarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu og kosti máltíð fyrir þátttakendur vinnustofu og útvegi fundaraðstöðu. - The council proposes to the local council that the municipality participate in the project and provide a meal for the workshop participants and meeting facilities.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta. - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína. - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 5Byggingaráform eru samþykkt. Byggingarleyfi verður veitt þegar eftirfarandi liggur fyrir: - Búið er að bregðast við athugasemdum eftir yfirferð aðaluppdrátta. - Aðal- og séruppdrættir undirritaðir af hönnuði og staðfestir af byggingarfulltrúa. - Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína. - Iðnmeistarar hafa staðfest ábyrgð sína á einstökum verkþáttum. - Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd.
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti framlögð samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.
7.Staðfesting á stofnframlagi
2510005
Lögð fram drög að staðfestingu stofnframlags vegna uppbyggingarverkefnis Brákar íbúðafélags hses. á Sléttuvegi.
Sveitarstjórn samþykkir að veita stofnframlag til verkefnisins sem nemur 50.811.353 kr. í formi niðurfellingar á opinberum gjöldum.
8.Sunnubraut 12
1603007
Lagt fram kauptilboð Nordic Venture í eignina Sunnubraut 12 í Vík.
Sveitarstjórn samþykkir kauptilboðið.
9.Álagning gjalda 2026
2510006
Sveitarstjórn samþykkir að útsvarshlutfall á árinu 2026 verði 14.97%.
Sveitarstjórn samþykkir að álögð fasteignagjöld í Mýrdalshreppi 2026 verði með
eftirfarandi hætti:
A-flokkur 0,29 % af fasteignamati húss og lóðar
B-flokkur 1,32 % af fasteignamati húss og lóðar
C-flokkur 1,65 % af fasteignamati húss og lóðar
Sveitarstjórn samþykkir álagningu eftirfarandi gjalda sem innheimt verða árið 2026 með
fasteignaskatti:
Holræsagjald: 0,20 % af fasteignamati húss og lóðar
Rotþróargjald: kr. 13.370 -
Lóðarleiga: 1,5 % af lóðarmati lóðar
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagða tillögu að afsláttum elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti og gjaldskrár fyrir grunn-, leik- og tónskóla og gjaldskrá hunda- og kattahald.
Fjallað var um fyrirhuguð áform lóðarhafa á Austurvegi 18.
Tímaáætlun lóðarhafa að Austurvegi 18, sem lögð var fram á 670. fundi sveitarstjórnar þann 14. nóvember 2024, hafa ekki gengið eftir þrátt fyrir bókun sveitarstjórnar um að sérstök áhersla væri lögð á að tímaáætlanir stæðust. Í ljósi framangreinds þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða, á grundvelli 7. gr. lóðarleigusamnings, að taka í sínar hendur þann hluta lóðarinnar Austurvegar 18 landnr. 163285 í Vík sem ekki hefur verið byggt á og nemur 3.428 m2 stækkun sem sveitarfélagið samþykkti með nýjum lóðarleigusamning dags. 10.1.2020 og felldi úr gildi eldri samning frá 1974. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samráði við lögmann.
11.Ný slökkvistöð
2505012
Lagt fram erindi frá slökkviliðsstjóra og aðstoðarslökkviliðsstjóra.
Sveitarstjórn samþykkir að skipaður verði starfshópur sem í sitji skipulagsfulltrúi, slökkviliðsstjóri, Salóme Svandís Þórhildardóttir, Drífa Bjarnadóttir og Björn Þór Ólafsson sem jafnframt verði formaður. Hópnum er falið að leggja fram tillögu að staðsetningu nýrrar slökkvistöðvar.
Samþykkt.