Lagt var til að mál 2506017 - Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til bygginu líkamsræktar í Vík, yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.
1.Raforkumál í Mýrdalshreppi
2506010
Andri Viðar Kristmannsson, Anna María Ingþórsdóttir, Kári Hreinsson, Sigurborg Rútsdóttir og Kristín Soffía Jónsdóttir frá RARIK mættu á fundinn.
Sveitarstjórn þakkar fulltrúum RARIK fyrir kynninguna.
Sveitarstjórn heimilar að gefið verði út stöðuleyfi fyrir hleðslugám en mælist til þess að skoðað verði að staðsetja hann nær Reynisfjalli til þess að tryggja betur öryggi með tilliti til mengunarvarna.
Sveitarstjórn ítrekar það sem áður hefur komið fram um að tryggja þurfi varanlega aukna afhendingargetu raforku til Víkur og skorar á RARIK, Landsnet og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að hefja nú þegar undirbúning aðgerðaráætlunar sem er til þess fallin.
2.Halldórsbúð
2107014
Lögð fram drög að samkomulagi um byggingu Halldórsbúðar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gatnagerðargjöld verði felld niður vegna framkvæmdarinnar sem styrkur til Kötluseturs. Önnur ákvæði samkomulagsins eru háð samþykkist stjórnar Kötluseturs.
3.Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til bygginu líkamsræktar í Vík
2506017
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 395.000.000,- á árinu 2025 með þeim lánaskilmálum sem býðst á þeim tíma sem lántaka fer fram. Lántakan getur verið í formi skammtímaláns, sem forvera langtímaláns, sem og langtímalán í þeim skuldabréfaflokkum sem Lánasjóðurinn býður sveitarfélögum upp á hverju sinni og hefur sveitarstjórnin kynnt sér skilmála skuldabréfaflokkanna eins og þeir koma fyrir á heimasíðu Lánasjóðsins.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til nýframkvæmda og endurbóta á íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Einari Frey Elínarsyni, sveitarstjóra, kt. 0212902549, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mýrdalshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt: BÞÓ, DB, PT
AHÓ og SSÞ sitja hjá við afgreiðslu málsins.
4.Leigusamningur um Þakgil
2311029
Lögð fram beiðni um endurskoðun á leigusamningi um Þakgil.
DB vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að leigutími verði framlengdur í 25 ár. Sveitarstjórn veitir jafnframt heimild til þess að núverandi leigutaki framselji réttindi sín skv. samningi, háð því nýr kaupandi skuldbindi sig til að ráðast í nauðsynlega skipulagsvinnu sem felst í því að uppfæra núverandi deiliskipulag til samræmis við núverandi notkun svæðisins og um leið er hægt að skoða möguleikann á auknu byggingarmagni. Sveitarstjórn fellst ekki á breytingu á ákvæðum er varða uppkaup eða framsal.
Samþykkt samhljóða.