Sveitarstjórn

679. fundur 22. maí 2025 kl. 09:00 - 10:18 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
  • Þórey Richardt Úlfarsdóttir
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að mál 2404017 - Endurskoðun samþykktar um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.

1.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 26

2504005F

2.Mýrarbraut 11 - umsóknir um lóð

2504009

Lagðar fram umsóknir um lóðina Mýrarbraut 11.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stýra útrdrætti meðal umsækjenda og ganga frá úthlutun til þess sem verður hlutskarpastur.

3.Mýrarbraut 3 - umsóknir um lóð

2504008

Lagðar fram umsóknir um lóðina Mýrarbraut 3.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stýra útrdrætti meðal umsækjenda og ganga frá úthlutun til þess sem verður hlutskarpastur.

4.Ársreikningur 2024

2505015

Síðari umræða um ársreikning 2024.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.516 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.447 millj. kr.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,97% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,33% en lögbundið hámark þess er 0,50%. Í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hámark þess og í Cflokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess, auk heimildar sveitarstjórnar til að hækka álagningu A og C flokkanna um allt að 0,25%

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 232 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 265 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 2.021 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 2.262 millj. kr.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða ársreikning 2024 við síðari umræðu.
Sveitarstjórn færir sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir sinn þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins. Skrifstofustjóra og endurskoðendum eru einnig færðar þakkir fyrir undirbúning endurskoðunar.

5.Reglur um garðslátt

2505017

Lögð fram drög að reglum um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja
Sveitarstjórn staðfestir framlögð drög og felur sveitarstjóra að birta reglurnar á heimasíðu sveitarfélagsins.

6.Samkomulag um menningarstyrk

2505016

Lögð fram drög að samkomulagi við sóknarnefnd Víkurkirkju.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlögð drög að samkomulagi sem felur í sér menningarstyrk að upphæð 1.000.000 kr.

7.Endurskoðun samþykktar um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps

2404017

Lögð fram drög að viðauka við samþykkt um stjórn og fundarsköp Mýrdalshrepps vegna fullnaðarafgreiðslu mála til Bergrisans bs.
Sveitarstjórn samþykkir viðaukann við fyrri umræðu.

Fundi slitið - kl. 10:18.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir