Sveitarstjórn

672. fundur 19. desember 2024 kl. 16:00 - 18:40 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að eftirtalin mál yrðu tekin á dagskrá fundarins:
2412002 - Ársreikningur Hjallatúns 2023
2303010 - Trúnaðarmál
Samþykkt samhljóða.

1.Skipulags- og umhverfisráð - 27

2412003F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að náið samráð verði viðhaft á milli Skaftárhrepps og Mýrdalshrepps um frekari útfærslu á mögulegum efnisflutningum frá Hafursey þar sem ný útfærsla gerir ráð fyrir að flutningsleið tengist á milli sveitarfélaganna. Að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við tillögu aðalskipulags Skaftárhrepps 2023-2043. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að forkynna fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins með þeirri breytingu að lóð 20A verði skipt í þrjár lóðir sambærilegt 18A, 18B og 18C og einnig að lóðum 18A og 18B verði breytt þannig að til verði þrjár lóðir.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna með þeirri breytingu að byggingarreitur fyrir hleðslustöðvar nyrst á lóðinni Austurvegi 20 verði færður til suðurs og að framkvæmdaaðili taki mið af þegar framkomnum tilmælum sveitarfélagsins um að spennihús fyrir hleðslustöðvar verði staðsett við fyrirhugaða lóð RARIK á mörkum Austurvegar 18 og 20. Jafnframt felur ráðið sveitarstjóra að kanna hvernig framkvæmdaaðili á Austurvegi 20 hyggist uppfylla áður framkomin skilyrði sveitarfélagsins um að slökkvivatn verði tryggt, sem var lykilforsenda fyrir stækkun lóðarinnar og að hægt væri að stækka mannvirki á lóðinni.
    Ráðið mælist til þess að við næstu endurskoðun aðalskipulags verði iðnaðar- og athafnalóðir á skipulagssvæðinu skilgreindar sem víkjandi og að þær verði í framhaldinu skilgreindar sem verslunar- og þjónustulóðir.
    Skipulagsfulltrúa falið að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti vék af fundi við afgreiðslu málsins og varaoddviti tók við fundarstjórn.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 Ráðið bendir á að svæðið sem um ræðir er ekki skilgreint sem skógræktarsvæði á aðalskipulagi. Ráðið felur skipulagsfulltrúa og sveitarstjóra að funda með málsaðila og ræða framhaldið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að afmörkun verði samþykkt. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt afmörkunina.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 27 ÓG vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Skipulags- og umhverfisráð getur ekki orðið við erindinu. Ráðið bendir umsækjanda á að hægt sé að sækja um geymslulóð eða á gámasvæði sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.

2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 24

2412002F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 24 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og gott samstarf á árinu sem er að líða. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að tryggt verði fjármagn í námskeiða- og fyrirlestrahald til þess að efla samstarf skólasamfélagsins; nemenda, starfsfólks og foreldra, í því augnamiði að auka vellíðan barna í skóla.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 24 Ráðið þakkar tónskólastjóra fyrir yfirferðina og gott samstarf á árinu sem er að líða.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 24 Ráðið þakkar fyrir framlagða skýrslu og samstarfið við leikskólastjóra á árinu sem er að líða.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 24 Ráðið þakkar Sunnu fyrir yfirferðina og samstarfið á árinu sem er að líða.

3.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 22

2411004F

4.Fjallskil 2024

2408004

Tekin fyrir fundargerð fjallskilanefndar og samantekt fjallskila 2024.
Sveitarstjórn staðfestir fjallskilin og felur sveitarstjóra að ganga frá uppgjöri í samráði við fjallskilanefnd.

5.Styrkbeiðni frá Sigurhæðum

2210018

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita styrk að upphæð 356.416 kr. skv. uppfærðri kostnaðaráætlun.

6.Reglur um heimgreiðslur

2411002

Lögð fram drög að reglum um heimgreiðslur árið 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða reglur fyrir heimgreiðslur árið 2025.

7.Fjárhagsáætlun 2025

2412001

Fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps fyrir árin 2025-2028 tekin til síðari umræðu.

Heildartekjur ársins 2025 eru áætlaðar 1.557 m.kr. og heildargjöld 1.262 m.kr. Rekstrarkostnaður A- og B-hluta er jákvæð um 145 m.kr. Fjármagnskostnaður er áætlaður 56,6 m.kr. og handbært fé í árslok 67,8 m.kr.

Áætlunin gerir ráð fyrir fjárfestingu að upphæð 760 m.kr. á árinu í samræmi við framkvæmdaáætlun.
Bókun A-lista: A-listi óskar eftir að lögð verði fram áætlun um kostnað við nýbyggingu líkamsræktar Mýrdalshrepps. Einnig er óskað eftir að lögð verði fram rekstraráætlum og samhliða verði lagðar fram upplýsingar um rekstarkostnað og tekjur núverandi íþróttamiðstoðar s.l. 5 ár.
Við teljum það grundvallaratriðið að sýnt sé fram á að það sé traustur rekstrargrundvöllur fyrir nýrri líkamsrækt, að öðrum kosti að menn hugi að hagkvæmari leiðum til að bæta úr núverandi aðstöðu án þess að skuldsetja sveitafélagði til framtíðar við rekstur sem aldrei getur skilað jákvæðri rekstrarniðurstöðu.
A listi er ekki mótfallinn úrbótum á líkamsræktaraðstöðu en okkur ber að leita hagkvæmustu leiða og sýna ráðdeild með fjármuni sveitarfélagsins.

Bókun B-lista: Fulltrúar B-lista taka undir að mikilvægt sé að gæta að hagkvæmnisjónarmiðum. Hönnun fyrirhugaðrar líkamsræktar var unnin í nánu samstarfi beggja framboða og vinna við fullnaðarhönnun er á lokametrunum. Um er að ræða mikilvægt lýðheilsumál og eðlilegt að sveitarfélagið tryggi íbúum sínum góða aðstöðu til heilsuræktar, en núverandi aðstaða er óviðunandi.
B-listi tekur undir að mikilvægt sé að sýna ráðdeild og að rekstur nýrrar líkamsræktar verði með sem hagkvæmustum hætti. Nú þegar hefur náðst mikill árangur með hagræðingu í núverandi aðstöðu með breytingum á vaktaskipulagi og tekjur árið 2024 eru umtalsvert hærri en þær hafa verið síðustu ár. Í því augnamiði telur B-listi farsælt að leita eftir aðkomu einkaaðila um rekstur nýrrar líkamsræktar.
B-listi leggur áfram áherslu á að málið verði unnið í góðu samráði og bendir á að lokaákvörðun um byggingu verður tekin að loknu útboði og yfirferð tilboða sem berast.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun 2025-2028 og framkvæmdaáætlun 2025.

8.Þjónustusamningur vatnsveitu

2412007

Lögð fram drög að verksamningi um þjónustu vatnsveitunnar í Vík.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.

9.Ársreikningur Hjallatúns 2023

2412002

Ársreikningur Hjallatúns fyrir árið 2023 lagður fram.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða ársreikning Hjallatúns fyrir árið 2023. Undirritun mun fara fram rafrænt.

10.Trúnaðarmál

2303010

Afgreiðsla færð í trúnaðarmálabók.

11.Fundargerðir stjórnar FSRV

12.Fundargerð aðalfundar Bergrisans 2024

2410005

Síðari umræða um breytingar á samþykktum Bergrisans bs.
Sveitarstjórn samþykkir við síðari umræðu breytingar á samþykktum Bergrisans bs.

14.Fundargerðir stjórnar Kötlu jarðvangs

2212021

Lögð fram drög að uppfærðum samþykktum jarðvangsins.
Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti samþykktir jarðvangsins.

15.Fundargerð og ályktanir aðalfundar SASS 2024

17.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401022

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:40.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir