Sveitarstjórn

668. fundur 18. september 2024 kl. 09:00 - 11:33 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Þorgerður H. Gísladóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Björn Þór Ólafsson
  • Magnús Örn Sigurjónsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Páll Tómasson
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- og umhverfisráð - 24

2409001F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 24 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 24 Skipulag- og umhverfisráðs samþykkir aðalskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 24 Skipulag- og umhverfisráðs samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 1.4 2404010 DSK Litli-Hvammur
    Skipulags- og umhverfisráð - 24 Skipulag- og umhverfisráðs samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.
    ÓÖ sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 1.5 2409007 DSK Kaldrananes
    Skipulags- og umhverfisráð - 24 Ráðið heimilar fyrir sitt leyti að deiliskipulag verði unnið fyrir svæðið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 1.6 2409007 DSK Kaldrananes
    Skipulags- og umhverfisráð - 24 Ráðið frestar afgreiðslu málsins vegna yfirstandandi aðalskipulagsbreytinga sem snerta skilmála sem vísað er í í tillögunni og felur skipulagsfulltrúa að koma öðrum ábendingum á framfæri. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 24 Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Ráðið gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Götur með fyrirvara um að samþykki allra landeiganda liggi fyrir.
    Bókun fundar Sveitarstjóri vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 24 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 24

2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 21

2409002F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 21 Ráðið þakkar Erlu fyrir yfirferðina. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 21 Ráðið þakkar Elínu fyrir yfirferðina. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 21 Ráðið þakkar Sunnu fyrir yfirferðina og býður hana velkomna til starfa hjá sveitarfélaginu. Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 19

2408004F

  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 19
  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 19 Ráðið samþykkir að haldinn verði opinn fundur á vegum ráðsins um stefnumótunina 14. september nk. Ákveðið var að fundurinn yrði haldinn í Leikskálum. Verkefnisstjóra í samstarfi við formann og sveitarstjóra falið að halda utan um skipulagninguna. Kristina tók að sér að leita lausna fyrir veitingar á fundinum. Ráðsmeðlimir munu skipta með sér verkum um auglýsingu viðburðarins. Verkefnisstjóri mun boða til fjarvinnufundar með ráðinu til að undirbúa opna fundinn./ It was agreed that an open meeting will be held by the council on the strategy on September 14th. It was decided that the meeting would be held in Leikskálar. The project manager in collaboration with the chairman and the mayor is tasked with overseeing the planning. Kristina took it upon herself to find solutions for refreshments at the meeting. Council members will share the work of advertising the event. The project manager will call an online meeting with the council to prepare for the open meeting.

4.Samráðshópur um stöðu launafólks

2408023

Lagt fram erindi frá Verkalýðsfélagi Suðurlands.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps afþakkar samhljóða þátttöku í verkefninu að svo stöddu.

5.Styrkumsókn

2408024

Lögð fram umsókn um styrk frá Björgunarsveitinni Víkverja vegna kaupa á dróna.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja björgunarsveitina um 400.000 kr. til kaupa á flygildi fyrir björgunarstarf.
Fylgiskjöl:

6.Erindi frá búnaðarfélögum Dyrhólahrepps og Hvammshrepps

2409002

Lögð fram áskorun til sveitarstjórnar vegna viðhalds girðinga í sveitarfélaginu.
MÖS vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn tekur undir það sem fram kemur í áskoruninni er snýr að viðhaldi á girðingum meðfram þjóðvegi 1 og skorar á Vegagerðina að gera átak í viðhaldi girðinga til að hægt sé að tryggja öryggi vegfarenda. Jafnframt leggur sveitarstjórn til að rafmagnsgirðingum verði skipt út fyrir fjárheldar netgirðingar.

7.Umsagnarbeiðni vegna stofnunar lögbýlis

2409008

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Jóhanni Fannari Guðjónssyni vegna stofnunar lögbýlis á Holti L163028.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við að stofnað verði lögbýli í Holti.

8.Samstarfssamningur við Samherja, félag eldri borgara

2408022

Lögð fram drög að samstarfssamningi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti framlögð drög og heimilar sveitarstjóra að ganga frá undirritun samningsins.

9.Brunavarnaáætlun Mýrdalshrepps

2409004

Lögð fram drög að brunavarnaáætlun.
Málinu frestað til næsta fundar.

10.Austurvegur 18

2311015

Umfjöllun um lóðina að Austurvegi 18.
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

11.Áskorun frá Vinum Vegfarandans

2409003

Lögð fram til kynningar áskorun til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið og tekur undir þau atriði sem fram koma í áskoruninni varðandi greiðfærni og óeðlilega háa kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar fyrir láglendisveg um Mýrdal. Stefna sveitarfélagsins er skýrt mörkuð í aðalskipulagi Mýrdalshrepps, og sveitarfélögin Skaftárhreppur og Hornafjörður hafa einnig undirstrikað mikilvægi framkvæmdarinnar í bókunum sínum.
Sveitarstjórn leggur til að skoðað verði hvort ríkið og/eða aðrir hagsmunaaðilar séu reiðubúnir að stofna hlutafélag til að vinna að framkvæmdinni, með hliðsjón af reynslunni frá Hvalfjarðargöngunum og er sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Að lokum ítrekar sveitarstjórn fyrri afstöðu sína, eins og fram kemur í umsögn sveitarfélagsins við umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þar sem lögð er áhersla á umferðaröryggi í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn leggur ríka áherslu á að tafarlaust verði hafist handa við úrbætur á núverandi vegi til að tryggja aukið umferðaröryggi í sveitarfélaginu þ.m.t. á veginum í gegnum Vík.
Samþykkt: DB, MÖS, ÞHG
Á móti: AHÓ, SSÞ

Fulltrúar A lista óska bókað:
Fulltrúar A lista leggja einnig ríka áherslu á að tafarlaust verið hafist handa við úrbætur á núverandi vegi til að tryggja aukið umferðaröryggi í sveitarfélaginu þ.m.t. á veginum í gegnum Vík.

13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

15.Fundargerðir stjórnar FSRV

2404005

Lagðar fram fundargerðir stjórnar FSRV ásamt aðalfundargerð og ársskýrslum félagsþjónustu og skólaþjónustu.

Fundi slitið - kl. 11:33.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir