Lagt var til að mál 2104016 - Ákvörðun um lántöku, yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.
Í upphafi fundar vill Sveitarstjórn Mýrdalshrepps koma til skila hamingjuóskum til Ingvars Jóhannessonar nýs íslandsmeistara í torfæru í flokki sérútbúinna bíla.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við auglýst aðalskipulag.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð samþykkir skipulagslýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna skv. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð telur ekki unnt að veita framkvæmdaleyfi að svo stöddu. Eins og áður hefur komið fram í umsögn ráðsins, liggur ekki fyrir leyfi hlutaðeigandi landeigana fyrir umferð eða vegagerð um það land sem akstursleið er skilgreind á. Jafnframt þarf að kanna afstöðu Vegagerðarinnar ef opna þarf nýja vegtengingu við þjóðveg 1. Óskað er frekari upplýsinga frá umsóknaraðila áður en að umsóknin verður tekin fyrir aftur.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að umsókninni verði frestað þar til fyrir liggur tímaáætlun af hálfu lóðarhafa um framkvæmdir og upplýsingar um fyrirhugaðan rekstur og nýtingu á lóðinni. 5 ár eru liðin frá því að lóðarhafi fékk stækkun til suðurs en engar framkvæmdir eru hafnar og fyrirliggjandi umsókn er umtalsverð breyting frá fyrri áformum sem rætt hefur verið um. Sé ekki skýr vilji lóðarhafa að hefja framkvæmdir á lóðinni innan 12 mánaða telur ráðið eðlilegt að skoða innköllun á þeim hluta sem ekki eru mannvirki á.Bókun fundarSveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa viðræður við lóðarhafa og óskar eftir tímaáætlun um framkvæmdir og upplýsingar um fyrirhugaðan rekstur og nýtingu á lóðinni fyrir næsta fund sveitarstjórnar.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við stofnun lóðarinnar Hraunalág.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemd við að RARIK verði úthlutuð lóð fyrir dreifistöð, sunnan lóðarmarka Austurvegar 18 og 20. Skipulagsfulltrúa falið að leggja fram drög að lóðarblaði.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23ÓG og GSG véku af fundi við afgreiðslu málsins. Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ráðið mælist til þess að bílastæði á lóðinni verði skilgreind með vísan í skilmála skipulags um fjölda bílastæða fyrir íbúðir.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð hafnar umsókninni og vísar til kafla 4.6 í greinargerð deiliskipulags svæðisins.Bókun fundarPT vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 23Skipulags- og umhverfisráð mælist til þess að sveitarstjórn fundi með Vegagerðinni í framhaldi álits Skipulagsstofnunar en vísar að öðru leyti í umsögn sveitarfélagsins við matsskýrslu Vegagerðarinnar.Bókun fundarSveitarstjórn tekur undir bókun ráðsins og felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni.
2.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 20
2408002F
Eftir fund ráðsins barst sveitarstjórn minnisblað frá stjórnendum Víkurskóla þar sem óskað var eftir því að dægradvöl yrði opin til kl. 16:00 mánudaga til fimmtudags en til kl. 13:00 á föstudögum vegna mönnunarvanda.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti þessa ráðstöfun en leggur til að skólastjóri geri frekari grein fyrir henni á næsta fundi ráðsins en leggur til að leitað verði leiða til þess að leysa mönnunarvanda eins og kostur er.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 20Ráðið þakkar fyrir yfirferðina og býður Erlu Jóhannsdóttur og fjölskyldu hennar velkomna til Víkur og hlakkar til samstarfsins. Ráðið óskar starfsfólki, börnum og foreldrum til hamingju með að starfsemin sé nú flutt í nýtt húsnæði á Ránarbraut 17 og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við flutninginn. Bókun fundarSveitarstjórn tekur undir bókun ráðsins og þakkar starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnin störf við undirbúning skólastarfs.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 20Ráðið þakkar Hörpu fyrir yfirferðina og leggur til að henni verði falin verkefnisstjórn hátíðarinnar í samstarfi við Tónræktina ehf. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að veittur verði styrkur vegna kostnaðar við verkefnisstjórn hátíðarinnar.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir afgreiðslu ráðsins og leggur til að veittur verði 300.000 kr. styrkur vegna verkefnisstjórnar hátíðarinnar.
Fjallskilanefnd - 5Fjallskilanefnd vill beina því til sveitarstjórnar að hún taki viðbót við samkomulag um friðun hringvegar frá 27/6 2008 til endurskoðunnar. Á grundvelli jafnréttis er girðing upp fyrir Hótelið á Höfðabrekku mjög óeðlileg.Bókun fundarSveitarstjórn beinir því til nefndarinnar að leita eftir afstöðu núverandi landeigenda um breytingar á samkomulaginu og kanna hver aðdragandi þess var áður en óskað verður eftir endurskoðun við Vegagerðina.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa að fá verktaka í viðgerð á veginum að kirkjugarðinum og kanna hver kostnaður verði við lagningu varanlegs slitlags á veginn.
5.Erindi til sveitarstjórnar vegna álagningar sorphirðugjalda
2408010
Lagt fram erindi frá Hildi Hrólfsdóttur.
Sveitarstjóra er falið að óska eftir áliti lögfræðings áður en erindinu verður svarað.
6.Beiðni um undanþágu vegna fjallskila
2212019
Lögð fram beiðni frá Guðjóni Harðarsyni og Atla Má Guðjónssyni í Nykhól um undanþágu frá álagningu vegna fjárfjölda.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina.
7.Skipan í nefndir og ráð
2206015
Málinu frestað til næsta fundar.
8.Kjör oddvita og varaoddvita.
2206007
Tekin fyrir skipan oddvita og varaoddvita til næsta árs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Björn Þór Ólafsson verði kjörinn oddviti til næsta árs og Drífa Bjarnadóttir varaoddviti.
9.Mylluland 4-6 - Umsókn um lóð
2205026
Lagðar fram umsóknir um Mylluland 4-6.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að stýra útdrætti um lóðina á milli Fasteignafélagsins Vestur-Víkur og ASOM ehf., enda uppfylla aðrar umsóknir ekki skilyrði úthlutunarreglna sveitarfélagsins er snúa að fjölbýlishúsum.
10.Erindisbréf öldungaráðs
2210023
Lögð fram drög að endurskoðuðu erindisbréfi öldungaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindisbréfið og tilnefnir sem aðalfulltrúa Björn Þór Ólafsson, Önnu Huld Óskarsdóttur og Drífu Bjarnadóttur og Pál Tómasson til vara.
11.Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis
2408006
Lögð fram umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Suðurlandi vegna tækifærisleyfi fyrir skemmtun við Hjörleifshöfða.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
12.Garðar - umsagnarbeiðni
2408009
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við útgáfu leyfisins.
13.Skýrsla um starfsemi Hjallatúns
2402005
Guðrún Jóhannesdóttir hjúkrunarforstjóri mætti til fundarins og flutti skýrslu um starfsemi hjúkrunarheimilisins Hjallatúns.
Sveitarstjórn þakkar hjúkrunarforstjóra fyrir yfirferðina.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að auglýst verði eftir hjúkrunarfræðing/deildarstjóra á Hjallatúni og að íbúð á vegum sveitarfélagsins verði eyrnamerkt viðkomandi.
14.Ákvörðun um lántöku
2104016
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir hér með á sveitarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 150.000.000.-, til allt að 15 ára í samræmi samþykkta lánsumsókn.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á byggingu leiksskóla sveitarfélagsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Einari Freyr Elínarsyni, sveitarstjóra, kt. 021290-2549, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélags Mýrdalshrepps að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Samþykkt samhljóða.
Í upphafi fundar vill Sveitarstjórn Mýrdalshrepps koma til skila hamingjuóskum til Ingvars Jóhannessonar nýs íslandsmeistara í torfæru í flokki sérútbúinna bíla.