Ungmennaráð Mýrdalshrepps

Ungmennaráð Mýrdalshrepps

1. Stjórnskipuleg staða

1.1. Nafn ráðsins er Ungmennaráð Mýrdalshrepps, hér eftir nefnt ungmennaráð. Heimili þess er skrifstofa sveitarfélagsins, Austurvegi 17, 870 Vík

1.2. Ráðið er skipað með vísan til 11. gr. æskulyðslaga nr. 70/2007.

2. Hlutverk og markmið

2.1. Markmið ungmennaráðs er að veita ungmennum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum, skapa vettvang og leiðir til þess að gera þeim kleift að koma skoðunum sínum á framfæri við viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Einnig á ráðið að gæta hagsmuna ungmenna ásamt því að efla tengsl ungmenna í sveitarfélaginu og auka tengsl þeirra við stjórnkerfi sveitarfélagsins.

2.2. Hlutverk ungmennaráðs er m.a. að vera sveitarstjórn Mýrdalshrepps til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps getur einnig falið ungmennaráðinu ákveðin verkefni. Ungmennaráð Mýrdalshrepps skal gæta þess að leita eftir sem flestum sjónarmiðum í störfum sínum þannig að ályktanir þess endurspegil sem best almennan vilja ungs fólks í sveitarfélaginu.

 3. Skipan ráðsins

3.1. Ungmennaráð skal skipað þremur fulltrúum og þremur til vara sem tilnefndir eru fyrir 10. september ár hvert. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps skipar ungmennaráð að tillögu æskulýðs- og tómstundanefndar og starfsmanns ungmennaráðs. Auglýsa skal eftir umsóknum í ungmennaráð í byrjun ágúst. Fjöldi lausra sæta í ungmennaráði ræðst af því hve margir gefa kost á sér til áframhaldandi setu. Enginn situr þó lengur en fjögur ár. 

3.2. Við valið skal hafa að leiðarljósi að fulltrúarnir endurspegil sem best þann hóp ungmenna sem býr í Mýrdalshreppi og að í hópnum séu fulltrúar af báðum kynjum. Starfstími ungmennaráðs skal vera frá 1. september til 1. júní, ár hvert. 

3.3. Segi aðalmaður af sér á miðju tímabili þá skal hans varamaður taka stöðu aðalmanns og auglýst eftir nýjum varamanni. Segi varamaður af sér á miðjutímabili skal auglýst eftir nýjum varamanni. 

 4. Starfshættir

4.1. Starfsmaður félagsmiðstöðvar sveitarfélagsins skal vera starfsmaður ráðsnis og er tengiliður ráðsins við bæjaryfirvöld. Hann tekur ekki frumkvæði, nema brýna nauðsyn krefji. Starfsmaður félagsmiðstöðvar starfar fyrst og fremst sem ráðgjafi og má því ekki hafa áhrif á starfsemi ráðsins. Hann sér um að koma samþykktum ráðsins til viðeigandi aðila hverju sinni og halda utan um fundargerðir ráðsins. 

4.2. Ungmennaráð starfar á tímabilinu 1. september til 1. júní og skal halda 6 fundi á því tímabili. Starfsmaður ráðsins boðar til fyrsta fundar eigi síðar en 10. september og leggur fram fundartíma formlegra funda á tímabilinu. Starfsmaður ráðsins sér um að boða og undirbúa fundina, boða skal til fundar með dagskrá. Skylt er að boða til fundar ef meirihluti aðalmanna í ráðinu æskir þess. 

4.3. Ungmennaráð skal eins og kostur er hafa frumkvæði að umfjöllun mála.Ráðið skal skipta með sér verkum og kjósa sér formann varaformann og ritara. Fundi ráðið skal rituð fundargerð sem send skal sveitarstjórn. Fundargerð skal vera birt opinberlega, s.s. á heimasíðu sveitarfélagsins og á samskiptamiðli ungmennaráðs. 

4.4. Ákvarðanir ungmennaráðs Mýrdalshrepps taka formlega gildi við staðfestingu sveitarstjórnar. Ungmennaráð getur enga samþykkt eða ályktun gert nema fullskipað sé á fundi. 

4.5. Ungmennaráð skal halda opinn fund með ungmennumí sveitarfélaginu a.m.k. einu sinni á ari. 

4.6. Ungmennaráð skal funda með sveitarstjórn Mýrdalshrepps í október ár hvert.

4.7. Ungmennaráð getur óskað eftir að koma málum fyrir nefndir sveitarfélagsins. Ungmennaráði er frjálst að senda einn eða fleiri fulltrúa á þá fundi. 

4.8. Fundir ráðsins skulu fylgja samþykkt sveitarfélagsins Mýrdalshrepps um stjórn og fundarsköp. 

Fulltrúar í ungmennaráði: 

Aðalmenn: 

  • Birna Sólveig Kristófersdóttir
  • Vignir Jóhannsson
  • Eva María Ólafsdóttir

Varamenn:

  • Tara Karitas Óðinsdóttir
  • Auðunn Adam Vigfússon
  • Urður Ósk Árnadóttir