Sveitarstjórn

635. fundur 08. júní 2022 kl. 09:00 - 09:55 Kötlusetri
Nefndarmenn
  • Einar Freyr Elínarson nefndarmaður
  • Drífa Bjarnadóttir nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir nefndarmaður
  • Jón Ómar Finnsson nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson nefndarmaður
Starfsmenn
  • Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorbjörg Gísladóttir Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Kjör oddvita og varaoddvita.

2206007

Gerð er tillaga að Björn Þór Ólafsson verði oddviti sveitarstjórnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum BÞÓ, DB og EFE. AHÓ og JÓF sátu hjá.

Gerð er tillaga að Drífa Bjarnadóttir verði varaoddviti sveitarstjórnar.
Samþykkt með þremur atkvæðum BÞÓ, DB og EFE. AHÓ og JÓF sátu hjá.
EFE víkur af fundi undir næsta lið. Páll Tómasson kemur inn á fundinn í hans stað.

2.Ráðning sveitarstjóra.

2206008

Sveitarstjórn samþykkir að framlengja tímabundið ráðningu Þorbjargar Gísladóttur til 31. júlí nk. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að ráða Einar Frey Elínarson sem sveitarstjóra frá og með 1. ágúst 2022. Oddvita og varaoddvita falið að ganga frá samningum.
Samþykkt með þremur atkvæðum BÞÓ, DB og PT. AHÓ og JÓF sátu hjá.

A-listi óskar bókað að þau telji að það hefði verið farsælla að auglýsa stöðu sveitarstjóra.

B- listi óskar eftir fundarhlé.
EFE tekur aftur sæti á fundinum, Páll Tómasson víkur af fundi.

3.Kjör fulltrúa í stjórnir og fundi á vegum Mýrdalshrepps.

2206009

Fulltrúar á aðalfund SASS.
- Gerð er tillaga að aðalmenn B-lista verði Björn Þór Ólafsson og Páll Tómasson. Til vara verði Drífa Bjarnadóttir og Þorgerður H. Gísladóttir. Fulltrúar A-lista verði Anna Huld Óskarsdóttir og Jón Ómar Finnsson til vara.
Fulltrúar á aðalfund Bergrisans bs.
- Gerð er tillaga að aðalmenn B-lista verði Björn Þór Ólafsson og Páll Tómasson. Til vara verði Drífa Bjarnadóttir og Þorgerður H. Gísladóttir. Fulltrúar A-lista verði Anna Huld Óskarsdóttir og Jón Ómar Finnsson til vara.
Skipan fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
- Gerð er tillaga að oddviti verði aðalfulltrúi og varaoddviti varafulltrúi.
Skipan í stjórn Skógasafns
- Gerð er tillaga að sveitarstjóra sem aðalmanni í stjórn Skógasafns og til vara verði Páll Tómasson.
Skipan fulltrúa í stjórn Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
- Gerð er tillaga að sveitarstjóri verði aðalmaður og Þorgerður H. Gísladóttir varamaður
Skipan fulltrúa í stjórn Kötlu jarðvangs
- Gerð er tillaga að oddviti verði aðalmaður og varaoddviti varamaður.

4.Tillaga að breytingum á samþykktum um stjórn Mýrdalshrepps nr. 9052013, með síðari breytingum.

2206010

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna við fyrri umræðu.

5.Fundartími sveitarstjórnar

2206012

Samþykkt samhljóða.

6.Skýrsla um atkvæðatölur framboðslista.

2206011

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir