Laust störf á Hjallatúni

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa öll laus störf hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

 

Hjúkrunarheimilið Hjallatún auglýsir eftir fólki til starfa við umönnun aldraðra og í eldhús frá og með febrúar næstkomandi.

Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í vaktavinnu og er æskilegt að umsækjandi hafi góðan grunn í íslensku og áhuga á samskiptum. Húsnæði í boði nærri Vík.

Auglýsum einnig eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að taka að sér 20% starf við tómstundir, starfið er í dagvinnu en nánari vinnutími samkvæmt samkomulagi.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands

Umsóknir sendist á hjallatun@vik.is

Guðrún Berglind Jóhannesdóttir hjúkrunarforstjóri