Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.
Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.
Mýrdalshreppur óskar eftir að ráða tvo starfsmenn í vinnu við leikjanámskeið fyrir börn í sumar.
Tímabil: 1. júní til 30. júní 2023.
Starfsheiti: Starfsmaður á leikjanámskeiði.
Starfslýsing: Í starfinu felst skipulagning og umsjón leikjanámskeiðs fyrir börn fædd 2013-2017. Lögð er rík áhersla á gleði, samveru, leik og hreyfingu. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu.
Hæfniskröfur:
Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi.
Reynsla af starfi með börnum æskileg.
Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni.
Frumkvæði og þolinmæði.
Hrein sakaskrá.
Góð íslenskukunnátta.
Vinnutími: Unnið er virka daga frá 9:00 til 17:00 eða 7:45 til 15:45
Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á tomstund@vik.is eða skila henni á skrifstofu Mýrdalshrepps. Nánari upplýsingar veitir Æskulýðs- og tómstundafulltrúi í síma 487-1210 á skrifstofutíma.
Umsóknarfrestur til og með 20.mars 2023