Starf forstöðumanns félagsmiðstöðvarinnar OZ - Veturinn 2021-2022, laust til umsóknar

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa öll laus störf hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

 

Mýrdalshreppur auglýsir eftir jákvæðum og hugmyndaríkum starfsmanni í hlutastarf til að sjá um félagsmiðstöðina OZ í Mýrdalshreppi.
OZ bíður að jafnaði upp á félagsmiðstöð fyrir börn í 5.-7. og 8.-10. bekk yfir vetrartímann. Félagsmiðstöðin er með aðild að Samfés og sækir viðburði á þeirra vegum. Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir ungmenni. Félagsmiðstöðin er til húsa í Leikskálum. Forstöðumaður er starfsmaður ungmennaráðs, undirbýr fundi ungmennaráðs Mýrdalshrepps í samstarfi við formann þess og situr að jafnaði fundi ungmennaráðs með málfrelsi og tillögurétt.
 
  • Skipulagning og þátttaka í starfsemi félagsmiðstöðvarinnar OZ.
  • Vinna með ungmennaráði Mýrdalshrepps.
  • Önnur tilfallandi verkefni sem falla undir félagsstarf ungmenna.
  • Sjá nánar í starfslýsingu d. 290720
Hæfniskröfur:
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
  • Frumkvæði og sjálfstæð í störfum.
  • Færni í samskiptum.
  • Hreint sakavottorð.
Um er að ræða 30% starf
Vinnutími er að mestu leyti seinni part dags og á kvöldin.
Allar frekari upplýsingar veitir Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri í síma 487-1210 á opnunartíma skrifstofu Mýrdalshrepps.
Skriflegum umsóknum skal skila á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða með tölvupósti á netfangið sveitarstjori@vik.is
Frestur til að skila inn umsókn er til 9. ágúst 2021
Starfið hefst 1. september 2021