Aðstoðarmatráður í hlutastarf

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

Hjúkrunarheimilið Hjallatún óskar eftir aðstoðarmatráði í hlutastarf frá 1. desember næstkomandi. Um er að ræða starf í vaktavinnu og unnið er aðra hvora helgi. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og reynsla af sambærilegum störfum er æskileg.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands

Umsóknir sendist á hjallatun@vik.is

Guðrún Berglind Jóhannesdóttir hjúkrunarforstjóri