Tómstundir barna og unglinga

Mýrdalshreppur og ýmis félagasamtök í sveitarfélaginu standa fyrir fjölbreyttum sumarnámskeiðum fyrir börn og unglingasumarið 2021.

  • Leikjanámskeið
  • Mótorkrossnámskeið
  • Reiðskóli
  • Skák og Knattspyrnuskóli
  • Golfnámskeið
  • Unglingadeild Víkverja
  • Frjálsar íþróttir

Nánari upplýsingar má finna á bæklingi  Sumarsport í Vík 2021

Vakin er athygli á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir grunnskólabörn sem búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru lægri en 740.000 kr. á mánuði. Styrkurinn er veittur vegna barna sem fædd eru á árunum 2005-2014 og er að hámarki 45.000 krónur fyrir hvert barn sem stundar skipulagt tómstunda- og/eða íþróttastarf undir leiðsögn þjálfara eða leiðbeinanda.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og kanna rétt sinn til styrksins með því að skrá sig inn á www.island.is  

Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021. Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021.

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, það er hægt að gera á þrenna vegu:

  1. Með því að senda umsókn í tölvupósti á felagsmal@felagsmal.is, eða
  2. Hafa samband í gegnum síma 487-8125 og biðja um símtal við ráðgjafa vegna tómstundastyrks, eða
  3. Koma í afgreiðslu félagsþjónustunnar að Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og fylla þar út umsókn um styrkinn. 

Hér er Umsóknareyðublað vegna frístunda og tómstundastyrks