Heilsueflandi samfélag

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur lýst yfir vilja þess að sveitarfélagið gerist Heilsueflandi samfélag. Í því felst að unnið er markvisst að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að betri heilsu og vellíðan allra íbúa. Verkefnið er unnið í samvinnu við Embætti landlæknis sem veitir leiðbeiningar og viðmið fyrir sveitarfélagið til að styðjast við. Skipaður hefur verið stýrihópur sem mun halda utan um verkefnið.

Í honum sitja:

  • Einar Frey Elínarson, verkefnastjóri. 
  • Helga Þorbergsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
  • Ívar Páll Bjartmarsson, slökkviliðsstjóri.
  • Sunna Wiium Gísladóttir, íþróttafræðingur.

Unnið er með áhrifaþætti heilbrigðis og vellíðunar til að skapa sem bestar aðstæður í lífi, leik og starfi fyrir fólk á öllum aldri. Með þáttöku í Heilsueflandi samfélagi hefur sveitarfélagið lýst því yfir að markmið heilsueflandi samfélags verði höfð að leiðarljósi við stefnumörkun og íbúum auðveldað eins og mögulegt er að velja hollari kost, hvort sem það snýr að mataræði, hreyfingu, vinnu, námi eða búsetukost.