Fréttir

  1-20 af 20  
KlukkanDagsetningGrúppaFrétt
13:37 26. maí 2020   Tilkynningar

Leikjanámskeið Mýrdalshrepps 2020

8. - 30. júni 2020

Í júní munu Mýrdalshreppur og Umf. Katla bjóða börnum fæddum 2010 til 2014 uppá leikjanámskeið.
09:35 25. maí 2020   Tilkynningar

Sumarleyfi sóknarprestanna í Vestur-Skaftafellssýslu 2020

Séra Ingimar Helgason á Kirkjubæjarklaustri verður í sumarleyfi sem hér segir: 1. júní til 5. júlí, að báðum dögum meðtöldum. Séra Haraldur M. Kristjánsson í Vík leysir hann af á meðan.
09:32 25. maí 2020   Tilkynningar

Víkurkirkja í Mýrdal

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag í Mýrdal. verður í Víkurkirkju nk. sunnudagskvöld kl. 20:00.
09:15 25. maí 2020   Tilkynningar

Eyvindarhólakirkja undir Eyjafjöllum

Hátíðarguðsþjónusta á hvítasunnudag undir Eyjafjöllum verður í Eyvindarhólakirkju nk. sunnudag kl. 14:00.
21:31 22. maí 2020   Tilkynningar

Hlaupanámskeið með Silju Úlfarsdóttur

4. & 5. JÚNÍ

Silja Úlfars hefur verið með hlaupanámskeið fyrir unglinga sem og fullorðna, hún hefur þjálfað afreksmenn á öllum aldri, í öllum íþróttagreinum. Farið verður yfir hlaupastíl en ansi margir eiga það til að stoppa sig í hverju skrefi og vinna gegn sér. Hlaupanámskeiðin eru annars vegar fyrir 5-10 bekk og svo fyrir fullorðna, eða 16 ára og eldri.
14:24 19. maí 2020   Fréttir

Samstarfssamningur um mótun landshlutateymis í málefnum fatlaðra barna á Suðurlandi

Nýr samstarfssamningur um mótun landshlutateymis á Suðurlandi hefur verið undirritaður. Um er að ræða tveggja ára þróunarverkefni í samræmi við Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2017 – 2021 sem miðar að því að styrkja grunnþjónustu í héraði.
14:46 18. maí 2020   Tilkynningar

Sveitarstjórnarfundur Mýrdalshrepps

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps er boðuð til í sveitarstjórn miðvikudaginn 20. maí 2020 kl. 16:00. í Kötlusetri, Víkurbraut 28 í Vík.
14:29 13. maí 2020   Tilkynningar

Tónskóli Mýrdalshrepps óskar eftir tónlistarkennara

Tónskóli Mýrdalshrepps óskar eftir fjölhæfur tónlistarkennara í 80% starf frá og með næsta skólaári. Starfið felst í kennslu á gítar, rafbassa og trommuset auk annarrar kennslu í samræmi við menntun, áhuga og reynslu kennarans. Reynsla af kennslu á blásturshljóðfæri æskileg. Tónskóli Mýrdalshrepps er í góðum tengslum við grunn- og leikskólana.
15:29 07. maí 2020   Tilkynningar

Vinnuskóli Mýrdalshrepps

Vinna-leika-læra

Vinnuskóli Mýrdalshrepps tekur til starfa 2. júní nk. í vinnuskólanum verður unnið, leikið og lært. Lögð verður áhersla á að nemendur læri almennar reglur og siðferði á vinnumarkaði, einnig verður lögð áhersla á að nemendur tileinki sér kurteisi, stundvísi og vinnusemi.
13:53 06. maí 2020   Tilkynningar

Gámasvæðið í Vík

Skilaboð til þeirra sem eiga gáma á gámageymslusvæðinu í Vík, Þann 11. maí n.k. verður farið í endurskipulagningu á svæðinu og gámarnir fluttir til innan svæðisins. Ef einhver á e-ð annað en gáma inná svæðinu er sá hinn sami beðin að fjarlægja það.
08:19 06. maí 2020   Tilkynningar

Tónskóli Mýrdalshrepps - vorönn

Tónskólinn hefur verið í sambandi við formann Félags Tónlistakennara Sigrún Grendal og fengið þar svarað ýmsum spurningum hvernig skólastarfi sé háttað varðandi vortónleika og skólahald. Í ljósi sótvarnaráðstafa og aðstæðna í samfélagi vegna Covid-19 hefur tónskólinn ákveðið að aflýsa vortónleikum 2020.
14:07 05. maí 2020   Tilkynningar

Sumarstörf fyrir námsmenn í Mýrdalshreppi

18 ára og eldri

Mýrdalshreppur auglýsir tvö sumarstörf fyrir námsmenn við uppbyggingu og viðhald innviða ferðaþjónustunnar, starf flokkstjóra í vinnuskóla og leiðbeinanda á leikjanámskeiði.
13:59 05. maí 2020   Tilkynningar

Vinnuskóli Mýrdalshrepps 2020

Mýrdalshreppur óskar eftir umsóknum um störf í skemmtilegri og lærdómsríkri sumarvinnu við vinnuskóla Mýrdalshrepps í sumar.
13:53 05. maí 2020   Tilkynningar

Ertu í Háskólanámi, átt lögheimili í Mýrdalshreppi og ert að leita að sumarvinnu.

Atvinnuskapandi verkefni fyrir nemendur í grunn og meistaranámi

Mýrdalshreppur í samstarfi við Samtök sunnlennskra sveitarfélaga býður nemendum í grunn og meistaranámi í samstarf. Nemendur vinna raunhæf lokaverkefni á háskólastigi eða á fjórða stigi framhaldsskóla,með það að markmiði að vinnan leiði til atvinnu og/eða nýsköpunar í sveitarfélaginu Mýrdalshreppi.
15:58 02. maí 2020   Tilkynningar

Skrifstofustarf

Embætti sýslumanns á Suðurlandi er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á gömlum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdarvalds ríkisins í héraði. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri og faglegri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild.
10:51 30. apr. 2020   Fréttir

Pistill frá sveitarstjóra

Kæru Mýrdælingar

Veðrið leikur við okkur þessa dagana og gaman að sjá hvað allir er eru að undirbúa komu sumars. Verkefnið okkar Vor í Vík fór fram úr okkar björtustu vonum með frábærri þátttöku einstaklinga og fyrirtækja.
08:31 30. apr. 2020   Tilkynningar

Byggðaráðstefna í Mýrdalshreppi 2020

Kallað er eftir erindum á Byggðaráðstefnuna 2020 sem hadin verður á Hótel Kötlu á Höfðabrekku í Mýrdal dagana 13.-14. október 2020.
08:16 30. apr. 2020   Tilkynningar

Kennarar óskast við Víkurskóla, Vík í Mýrdal

Víkurskóli Vík í Mýrdal auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar fyrir skólaárið 2020-2021: Stöðu umsjónarkennara á elsta stigi, kennslugreinar: Íslenska, samfélagsfræði,danska og valgreinar
08:08 30. apr. 2020   Tilkynningar

Hjúkrunarheimili - Bréf til aðstandenda

Heimsóknir verða leyfðar inn á Hjallatún frá og með 4. mai næstkomandi með ákveðnum takmörkunum. Þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 erum við ekki komin í höfn og sýna þarf ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum.
15:05 28. apr. 2020   Tilkynningar

Skrifstofa Mýrdalshrepps opnar aftur 6. maí

Skrifstofa Mýrdalshrepps mun opna aftur þann 6. maí nk. eftir lokun vegna COVID-19. Áfram munum við þó gæta að nálægðartakmörkunum.
   
Mýrdalshreppur
Austurvegi 17 • 870 Vík
Sími: 4871210 • Fax: 4871205
myrdalshreppur@vik.is