Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Spennandi sumarstarf fyrir útivistar námsmanninn

Mýrdalshreppur leitar að starfsmanni í spennandi sumarstarf fyrir námsmenn, starf sem hentar vel áhugafólki um útivist.

Starfið er hluti af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til að fjölga sumarstörfum fyrir námsmenn. Skilyrði er að námsmaðurinn sá á milli anna, þ.e. hafi stundað nám á vormisseri , sé skráður í nám á haustmisseri og geti framvísaða staðfestingu þar um. Ráðningartími er tveir og hálfur mánuður á tímabilinu 1. Júní – 15. September, þarf að vera 20 ára að lágmarki á árinu.

Verkefnið fellst m.a. í kortlagningu göngustíga og útivistarsvæða í Mýrdalshreppi, skrásetningu þeirra og merkingu. Afrakstur vinnunnar verður m.a. notaður til að kynna útivistarmöguleika í Mýrdalshreppi.

Leitað er að námsmanni sem:

  • Hefur áhuga á útivist og hreyfingu.
  • Er góður textasmiður.
  • Er agaður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Æskilegt er að viðkomandi sé búsettur í sveitafélaginu en fjarvinna kemur þó til greina. Æskilegt er að viðkomandi hafi bíl til umráða en þó ekki krafa.

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, sveitarstjori@vik.is, umsóknum skal skilað á sama netfang.

Umsóknarfrestur er til 1. Júní 2021.

Prenta Prenta