Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Fækkum villi- og vergangskisum í Vík á mannúðlegan hátt

Á hverju ári hjálpar Dýraverndunarfélagið Villikettir hundruðum katta, villi- og vergangsköttum og kisum sem týnst hafa frá heimilum sínum.

Aðaltilgangur félagsins er að sporna við fjölgun villikatta, en undanfarið hefur björgun og aðhlynning á vergangsköttum verið stækkandi þáttur í starfsemi félagsins. Það er því miður að verða meira um að kettir finnist umkomulausir. Þeir eru margir hverjir illa farnir eftir hrakningar og vergang og þurfa því yfirleitt á einhverri læknisþjónustu að halda, þó mismikilli. Þessir kettir eru teknir inn og fá svo aðhlynningu eftir þörfum.


Auglýst er eftir eigendum á öllum viðkomandi miðlum á veraldarvefnum, ef enginn gefur sig fram er hafin leit að nýju heimili. Kettir sem fara frá okkur á heimili eru yfirleitt geldir, ormahreinsaðir, bólusettir og örmerktir. Allt er þetta gert til að sporna við óhóflegri fjölgun katta og til að bæta lífsgæði þeirra dýra sem frá okkur fara.

Á síðasta ári komum við rúmlega 600 köttum á landsvísu til aðstoðar á einn eða annan hátt. Af þeim fóru rúmlega 400 kettir
á sitt framtíðarheimili. Eins og sést á þessum tölum, er virkileg þörf á starfi VILLIKATTA og fer sú þörf vaxandi með ári hverju.
Við notumst við aðferðina fanga-gelda-skila (e. Trap-Neuter-Return, eða TNR), sem er alþjóðleg aðferðafræði um hvernig megi mannúðlega takast á við villikattarstofna án þess að aflífa þá. Sumar aðferðir sem áður hafa verið viðhafðar á Íslandi eru grimmilegar, hvort sem það hefur verið eitrað fyrir þeim eða dýrin hreinlega skotin á færi. Þess í stað eru villikettir fangaðir, geldir og skilað aftur út á sín svæði án þess að
þeir fjölgi sér frekar.

Margar rannsóknir styðja að TNR sé gagnleg aðferð. Þær sýna fram á allt að 36% fækkun villtra kattastofna á tveimur árum ef aðferðinni er beitt og allt að 66% fækkun yfir 11 ár.

Þessi aðferðafræði hefur gefist sérlega vel í löndum þar sem henni er beitt og er fylgt eftir. Dýraverndunarfélagið Villikettir er alfarið starfrækt í sjálfboðavinnu. Hjá félaginu starfar fjöldi sjálfboðaliða sem alltaf eru reiðubúnir til góðra verka. Sjálfboðaliðarnir okkar eru ávallt til staðar og vinna sína vinnu af óþrjótandi dugnaði. Félagið gæti heldur ekki starfað ef það væri ekki fyrir góðvild og stuðning fjölda einstaklinga og fyrirtækja. Húsnæðiskostur, rekstur, dýralæknakostnaður og fóður fyrir kettina er algjörlega fjármagnað með
framlögum.

Í júní á síðasta ári, leitaði sveitastjóri Mýrdalshrepps eftir aðstoð Villikatta við að fanga villiketti á Vík í Mýrdal. Fjölgun villikatta var farin að valda bæði áhyggjum og pirringi hjá heimamönnum og ljóst var að vandamálið færi stækkandi ef ekki yrði gripið í taumana. Ógeldir fresskettir eiga það til að ráðast á heimilisfressa, ef þeir telja að svæði sínu sé ógnað. Þegar búið er að gelda þá breytast þeir, róast og hætta að breima.  Ógeldar læður geta getið af sér fjölda afkvæma á hverju sumri, afkvæma sem síðan breytast í fleiri villiketti. Þannig getur stofn villikatta vaxið mjög hratt, ef ekkert er að gert.

 

Á tímabilinu frá júní og fram í október náðu Villikettir að fanga 14 villinga með hjálp heimamanna. Af þeim voru tveir fresskettir og tvær læður sem voru send í læknisskoðun og geldingu. Því miður reyndist ein læðan það veik að hún sneri ekki aftur, en hinum þremur var skilað heim og hafa heimamenn séð um að fæða þá. Einnig veiddust tíu kettlingar allt upp í 6 mánaða, sem voru teknir í þjálfun og látnir venjast manninum. Þeim voru síðan fundin góð heimili.

 

Okkur telst svo til að það séu þrír fullorðnir kettir eftir á því svæði sem við höfum verið að vinna. Um daginn fengum við ábendingu frá íbúa um nokkrar kisur á öðru svæði. Sá íbúi vil vinna með okkur að ná þeim köttum og koma í geldingu.

 

Þó nokkur sveita- og bæjarfélög hafa kosið að gera samstarfssamning við Villiketti. Félagið tekur að sér að fanga villiketti, skila þeim fullorðnu eftir geldingu og finna kettlingum heimili. Sjálfboðaliðar hafa síðan séð um fóðrun og fylgjast með ástandi villikattanna. Fullorðnir kettir eru eyrnamerktir við geldingu með því að sneiða 5mm af vinstra eyra, en með því er töluvert auðveldara að sjá hvort nýir kettir hafi bæst í hópinn.

 

Sveitafélögin hafa styrkt Villiketti með árlegum fjárframlögum (og eða ákveðnum greiðslum fyrir hvern kött sem félagið fangar). Greiðslurnar eru nýttar til að standa straum af þeim dýralæknakostnaði sem starfinu fylgir. Með þessari leið er hægt að sporna við fjölgun og

fækka villiköttum á mannúðlegan hátt.

Arndís B.S.
Formaður Dýraverndunarfélagsins VILLIKETTIR

Prenta Prenta