Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Laust starf við leikskólann Mánaland

Leikskólinn Mánaland óskar eftir að ráða öflugan einstakling til starfa. Leikskólinn er lítill, tveggja deilda leikskóli í Vík í Mýrdal fyrir börn á aldrinum 1-5 ára.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu þar með talið að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Hæfniskröfur

 

  • Menntun sem nýtist í starfi æskileg.
  • Reynsla af uppeldis – og kennslustörfum með ungum börnum er æskileg.
  • Íslenskukunnátta er nauðsynleg.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður, nauðsynlegur.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð, nauðsynleg.
  • Jákvæðni og lífsgleði er mikill kostur.
  • Hreint sakavottorð, skilyrði.

 

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags leikskólakennara. Leiðbeinendur falla undir kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga  og FOSS.

Starfshlutfall: 80%, vinnutími  eftir samkomulagi.

Um er að ræða framtíðarstarf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur: 20. 03. 2021

Nánari upplýsingar um starfið veitir Dagný Rut Gretarsdóttir í síma 487-1241 og tölvupósti dagny@manaland.is.

Umsóknir ásamt ferilskrá má senda inn hér: http://manaland.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn

Mánaland hefur sótt um aðild að verkefni Landlæknisembættisins, að verða heilsueflandi leikskóli og unnið er að innleiðingu þess. Leikskólinn okkar er í sífelldri þróun og  við leitum að starfsmanni sem er tilbúinn til að vera með okkur í að þróa starfið enn meira og vera hluti af okkar faglega og skemmtilega samfélagi. 

Prenta Prenta