Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Kynning á fjárhagsáætlun 2021

Kynning á  fjárhagsáætlun Mýrdalshrepps 2021

 • Heildartekjur A og B hluta ársins 2021 eru áætlaðar 727 milljónir og rekstrargjöld án afskrifta 625,1 milljónir, afskriftir 45,1 milljónir, rekstrarafgangur samstæðunnar þ.e. A og B hluta fyrir fjármagnsliði er áætlaður  56,7 milljónir.
 • Afborganir langtímalána á árinu 2021 áætlaðar 36,8 milljónir.
 • Gert er ráð fyrir að tekin verði ný langtímalán uppá 150 milljónir.
 • Á árinu 2021 eru fjárfestingar sveitarfélagsins áætlaðar 198,8 milljónir að frá dregnum áætluðum gatnagerðar- og tengigjöld upp á 23,4 milljónir.
 • Áfram verður unnið markvisst að því að tryggja undirstöður samfélagsins.   Stefnt  að því tryggja vandaða og öfluga grunnþjónustu við íbúa og styðja eins og kostur er við alla frekari uppbyggingu og styrkingu atvinnulífs í sveitarfélaginu. Áfram verður unnið að endurbótum á  eignum sveitarfélagsins og gatnagerð.

Forsendur og horfur í efnahagslífinu:

Í greinargerðinni hér á eftir er fjallað um helstu forsendur fjárhagsáætlunar og um áætlanir einstakra málaflokka.  Ramminn um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga er að verulegu leyti settur í sveitarstjórnarlögum, en skv. þeim er óheimilt að reka sveitarsjóð með halla a.m.k. ekki þrjú ár í röð.  Sveitarsjóður hefur verið rekinn með afgangi undanfarin ár sem hefur gert sveitarfélaginu betur kleyft að takast á við afleiðingar Covid 19.

Stöðug uppbygging í ferðþjónustunni á síðustu árum hefur búið til fjölda starfa og skapað mikil tækifæri í sveitarfélaginu og íbúum fjölgað hratt. Í nóvember 2020 voru íbúar í Mýrdalshreppi 767 talsins.

Frá því í febrúar 2020 hefur inflúensu faraldurinn Covid 19 haft veruleg áhrif á alla heimsbyggðina og Mýrdalshreppur hefur svo sannarlega fundið fyrir áhrifum hans. Atvinnuleysi í sveitarfélaginu hefur verið eitt það mesta sem þekkst hefur á landinu og fór hæst í apríl s.l. í 46%. Heldur hefur dregið úr því og nú á haustmánuðum var það um 34%. Útsvarstekjur hafa dregist saman um 14% það sem af er ári. Í áætlun fyrir árið 2021 gerum við ráð fyrir svipuðum samdrætti.  Það er ljóst að atvinnuleysisbætur og hlutabóta leiðin hafa dregið úr því höggi  sem atvinnuleysið hefði annars haft í för með sér bæði fyrir íbúa sveitarfélagins og sveitarsjóð.

Mikil óvissa ríkir um næsta ár. Við höfum þó fulla trú á því að um leið og landið opnast þá muni Mýrdalshreppur áfram hafa það aðdráttarafl sem hann hefur haft og hingað muni stór hluti ferðamanna koma sem heimsækja Ísland. Í áætluninni er gert ráð fyrir að nú þegar hyllir undir bóluefni við upphaf ársins muni landið fara að rísa á vordögum og með sumrinu verði hjól atvinnulífsins farinn að snúast. Gert er ráð fyrir svipuðum tekjum á næsta ári og hafa verið á þessu ári.  Við teljum áætlunina vera hóflega bjartsýna og leggjum áherslu á fjárfestingu og framkvæmdir til stuðning efnahagslífinu.  Bygging leikskóla á þessum tímapunkti teljum við vera lykilatrið. Bæði er það til þess fallið að bæta þjónustu við fjölskyldufólk, auka bjartsýni og skapa atvinnu.

Við álagningu gjalda er tekið tillit til þess mikla atvinnuleysis sem ríkir í sveitarfélaginu. Gjaldskrár eru óbreyttar að undanskildum gjaldskrám vegna sorphirðu og förgunar og vegna rotþróargjalds. Einnig er álagningastuðull fasteignagjalda í A flokki, sem eru íbúðir og íbúðarhús ásamt lóðarréttindum, erfðafestulönd í dreifbýli og jarðeignir, útihús og mannvirki á bújörðum sem tengd eru landbúnaði, öll hlunnindi og sumarbústaðir ásamt lóðarréttindum lækkað úr 0,48 í 0,39.

Skatttekjur:

Skatttekjur samanstanda af útsvari, framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, fasteignasköttum og lóðarleigu. Í fjárhagsáætlun 2021 er gert ráð fyrir að heildar skatttekjur verði 609,3 milljónir.

Útsvar:

Gert er ráð fyrir óbreyttu útsvarshlutfalli 14,52 %. Töluverðar launahækkanir hafa verið á þessu ári sem væntanlega skilar sér í hærri útsvarstekjum. Íbúum í sveitarfélaginu fjölgaði um c.a. 9% á árinu þrátt fyrir allt, sem að einhverju leiti má rekja til þess að margir sem voru í vinnu í sveitarfélaginu án þess þó að að vera með lögheimili þar, skráðu lögheimili sitt til að eiga rétt á atvinnuleysisbótum. Til að áætla hækkun útsvarstekna er stuðst við útreikninga Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taka mið af spá Hagstofu Íslands um verðlagsþróun milli ára. í þessari áætlun gert ráð fyrir útsvarstekjur ársins 2021 verði 402,7 milljónir.

Fasteignaskattar og lóðarleiga:

Undanfarin ár hefur fasteignaverð í sveitarfélaginu hækkað umtalsvert. Það hefur haft áhrif til  hækkunar á fasteignagjöldum á íbúðarhúsnæði.  Fasteignamatið hækkar að meðaltali á landsvísu um 2,1%, en hér í Mýrdalshreppi hækkar matið meira, eða um 5,3% að meðaltali.  Sveitarstjórn tók ákvörðun um að lækka álagninu fasteignagjalda úr 0,48% í 0,39% af fasteignamati húsnæðis í A flokki til að koma til móts við þá miklu hækkun sem hefur átt sér stað á fasteignamati í sveitarfélaginu. Tekjur sveitarfélagsins af fasteignaskatti  eru áætlaðar miðað við þessa lækkun svipaðar í krónutölu og þær voru 2020. Enn hefur ekki verið farið í endurmat fasteigna í ferðaþjónustu. Fasteignamat nánast allra eigna í þeim rekstri er mjög lágt ef tekið er mið af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Til stóð að fara í endurmat á þessu ári en því var frestað í ljósi þeirrar slæmu stöðu sem rekstraraðilar eru í kjölfar inflúensufaraldursins.

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar verður áfram innheimtur fasteignaskattur samkvæmt C-lið af öllu húsnæði sem nýtt er í tengslum við ferðaþjónustu sem heimilt er að innheimta af C gjald en tekið er tillit til laga um heimagistingu, verði sýnt fram á að húsnæðið sé ekki leigt nema 90 daga á ári eða tekjur af útleigu fari ekki yfir 2 milljónir.

Eftir breytingar á álagningarhlutfalli fasteignaskatts af fasteignarmati húsnæðis í A flokki, verða fasteignaskattar samtals um 100 milljónir og lóðarleiga 13,4 milljónir.

 • Fasteignaskattur A: 0,39% af fasteignamati.
 • Fasteignaskattur B: 1,32% af fasteignamati.
 • Fasteignaskattur C: 1,65% af fasteignamati.
 • Lóðarleiga íbúðarhúsnæði: 1,50% af lóðarmati.
 • Lóðarleiga atvinnuhúsnæði: 1,50% af lóðarmati.

Önnur fasteignatengd gjöld:

Álagningarhlutfall annarra fasteignatengdra gjalda svo sem vatnsskatts og fráveitugjalds verður óbreytt milli ára.

Gert er ráð fyrir því að tekjur sveitarsjóðs af vatnsgjaldi verði kr. 11,1 milljón og af holræsagjaldi og rotþróargjaldi kr. 15,8 milljónir.

Upphæð rotþróargjalds breytist fyrsta janúar ár hvert í samræmi við breytingu á byggingar-vísitölu skv. fráveitugjaldskrá

Gert er ráð fyrir að sorphirðugjald til heimila verði 23.134 kr., en sorpeyðingargjaldið 24.055 kr.  Gjöld á fyrirtæki vegna gámavallar og förgunar hækka um 2,7%.  Mýrdalshreppur sér þá áfram um förgun og innheimtir gjöld samkvæmt því.

Frá upphafi árs 2019 hefur verið markvisst unnið að því að draga úr því magni sorps sem er urðað, fyrst með  flokkun plast og pappa til endurvinnslu og nú við upphaf árs 2020 þegar byrjað var að flokka lífrænan úrgang frá almennu sorpi. Ljóst er að aukinn kostnaður fylgir þessum óumflýjanlegu breytingum.  Áætlaður kostnaður vegna sorphirðu og förgun er 32 milljónir. Áætlaðar tekjur af sorpgjaldi eru 23,3 milljónir. Gert er ráð fyrir að eftir því sem íbúum fjölgi og verkferlar slípast muni munur á tekjum og gjöldum jafnast út.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga:

Í fjárhagsáætlun sveitarsjóðs 2020 vor framlög Jöfnunarsjóða áætluð 78.1 milljónir en voru síðan skert niður í 65 milljónir vegna áhrifa Covid 19. Áætlun sjóðsins fyrir árið 2021 gerir ráð fyrir að framlagið til Mýrdalshrepps verði 104 milljónir sem er umtals verð hækkun, sem skýrist   m.a. af lækkuðum útsvarstekjum og fjölgun barna á grunnskólaaldri.

Öldrunarmál - Hjallatún

Mikill hallarekstur hefur verið á Hjallatúni undanfarin ár og er árið 2020 engin undantekning frá því. Töluverður kostnaður fylgir Covid 19 sem ekki hefur fengist endurgreiddur ennþá. Smæðarálagið var hækkað á árinu 2020, eins hefur verið ráðist í átak til að reyna draga úr launakostnaði án þess að það komi niður á þjónustunni.  Komið er að verulegu viðhaldi á húsnæði og fyrirliggur að fara þarf í úttekt á því.

Fræðslu- og skólamál

Grunnskóli Á árinu 2020 hafa verið að meðaltali 17,6 starfsmenn í 13,26 stöðugildum við skólann, af þeim eru 12 með háskólamenntun í fræðslu og uppeldismálum. Einn starfsmaður hefur verið í veikindaleyfi allt árið 2020. Nemendur skólans eru 61. Skólastarf hefur gengið vel það sem af er vetri og góð mönnun er við skólann.

Leikskóli. Í dag starfa 9 starfsmenn í 8,75 stöðugildum.  Af þeim eru 3 starfsmenn með háskólamenntun í fræðslu og uppeldismálum þar af einn með sérkennaramenntun. Einn leikskólaliðið starfar við skólann auk þess sem tveir starfsmenn eru í námi í fræðslu og uppeldisfræðum.  Einn starfsmaður er í 50% starfi í ræstingu og einn menntaður íþróttakennari í stundakennslu með 12 tíma hreyfiþjálfun fyrir börnin á mánuði.  Leikskólastjóri er í fæðingarorlofi frá 1. september 2020 til 4. ágúst 2021, á meðan leysir Dagný Rut deildarstjóri  leikskólastjórann af.  Starfsmannavelta hefur verið lítil á árinu og menntunarstig hefur hækkað.  Almennt hefur leiksólastarfið gegnið vel. Nú eru 22 börn á leikskólanum meirihlutinn mjög ung börn, enginn er á biðlista eftir plássi á þessu ári.  Það sem af er árinu 2020 hafa 16 börn fæðst í sveitarfélaginu sem er það mesta i mörg ár. Gera má ráð fyrir að aðsókn að leikskólanum aukist verulega þegar líða tekur árið 2021.

Tónskólinn Við skólann starfa 2 starfsmenn í 1,80 stöðugildum. Aðsókn að skólanum í haust var góð, nemendur við skólann eru 30, 23 börn og 7 fullorðnir.  

Ljóst er að því hafa fylgt áskoranir bæði fyrir starfsfólk og nemendur að takast á við þau verkefni sem fylgja sóttvörnum.  Aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með því hve vel stjórnendur og starfsfólk hafa leyst verkefnin eftir því sem þau hafa komið upp.

Æskulýðs og tómstundamál

Tómstundafulltrúi var ráðinn í 50% starf til frá 1. september 2020 til  1. júní 2021 til að sjá um félagstarf eldri borgara og félagsmiðstöðina OZ ásamt tilfallandi verkefnum. OZ hefur verið starfrækt með hléum eftir því sem yfirvöld hafa leyft.

Hvatinn að ráðningu starfsmanns til að sjá um félagsstarf eldri borgara var að draga úr þeirri einangrun sem margir  hafa upplifað á tímum Covid.  Erfitt hefur þó reynst að halda starfseminni uppi þar sem þjónustu hópurinn hefur ekki treyst sér til.  Um leið og farsóttin lætur undan verður farið í að byggja upp þessa nauðsynlegu starfsemi.

Brunamál og almannavarnir

Slökkvistöð.  Staðan á slökkviliðinu er nokkuð góð, en því miður vantar enn nokkuð á að við höfum getað sinnt eldvarnareftirliti eins og þarf vegna manneklu.

Slökkviliðsstjóri hefur unnið kappsamlega að því að bæta slökkviliðið og hefur liðið nú á að skipa vaskri sveit fólks með réttindi sem slökkviliðsmenn og til reykköfunar, sem skiptir gríðarlega miklu máli

Skipulags- og byggingarmál.

Aðal- og deiliskipulagsvinna.  Gert er ráð fyrir því að áfram verði unnið markvisst að því að að deiliskipuleggja þau svæði sem eftir eru í Vík áætlaður kostnaður á þessu ári er 4,4 milljónir. Vinna við aðalskipulag fyrir Mýrdalshrepp á árinu hefur verið í gangi með hléum síðan í byrjun árs 2019, gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á þessu ári. Áætlunin gerir ráð fyrir 5,8 miljónum  í það verk, frá þeirri upphæð dregst endurgreiðsla frá Skipulagsstofnun uppá 1,3 milljónir. Áætlunin gerir ráð fyrir að ráðinn verði starfsmaður í 50% starf tímabundið í 3 mánuði. Hans verkefni verður að mestu leyti að hnit- og skrásetja lóðir í þéttbýlinu í Vík.

Umferðar og samgöngumál.

Götur, gangstéttar og lýsing. Gert er ráð fyrir undirbyggingu og malbikslögn á Kirkjuveg og  Austuveg19 -27. Til stóð að fara í þessar framkvæmdir á árinu 2020 en var frestað vegna óvissu um tekjur sveitarfélagsins. Áfram verður haldið við að leggja gangstéttar og endurnýja. í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að endurnýja gangstéttar við Víkurbraut 2-8 og Sunnubraut 14-18. Einnig er gert ráð fyrir að leggja nýjan veg við Smiðjuveg 21-27. Í þennan málaflokk er gert ráð fyrir að setja 13 milljónir að frádregnu gatnagerðargjöldum uppá 19 milljónir.

Umhverfismál

Vor í Vík. Stefnt er á bæta og fegra   umhverfið í Mýrdalnum með verkefninu Vor í Vík eins og á síðasta ári.

Gert ráð fyrir að setja hlaðið eða steypt grill í Syngjandann samtals 300.000 þús.  Ríkisstjórnin veitti fimm sveitarfélögum styrk til að efla atvinnu í heimabyggð. Mýrdalshreppur hlaut 32 milljónir. Ákveðið var að nýta þá peninga til að fara í 3 verkefni. Sveitarstjórn ákvað að setja 13 milljónir af þessum styrk í endurbygginu á gömlu rafstöðinni á Syngjanda svæðinu. Rafstöðin sjálf verður endurbyggð og farið verður í að auðvelda aðgengi með gangstíga og palla gerð. Hluti af þessu verkefni er að deiliskipuleggja svæðið í kringum rafstöðina sem útivistar væði.

Kötlusetur –Halldórsbúð- Katla - Jarðvangur

Gert er ráð fyrir stuðningi við starfsemi Kötluseturs að upphæð kr. 11 milljónir á árinu 2021, þessi upphæð fylgir launavísitölubreytingum. Samningur er í gildi milli Mýrdalshrepps og Kötluseturs um að sveitarfélagið greiði sem samsvarar launakostnaði starfsmanns með launatengdum gjöldum vegna aukinna umsvifa starfseminnar. Auk þess sem Mýrdalshreppur hefur falið Kötlusetri að sjá um verkefnastjórnun á uppbygginu áfangastaða í sveitarfélaginu sem gerir Kötlusetri kleift að halda starfsmanni í hlutastarfi auk forstöðukonu, á meðan ferðaþjónusta liggur niðri.

Vel hefur gengið að fá styrki til uppbyggingar á Halldórsbúð. Á síðasta ári fékk húsið úthlutað 22 milljónum. Frumhönnunarvinnu er lokið, húsið hefur verið hreinsað og steyptur grunnur. Stefnt er á að húsinu verði lokað á árinu 2021. Í fjárhagsáætlun 2021 er áfram gert ráð fyrir styrk til Halldórsbúðar að upphæð 2 milljónir.  Áfram verður sótt um framlag í Húsafriðunarsjóð og aðra sjóði, bæði til endurbyggja Halldórsbúðar og til viðhalds í Brydebúð.

Ekki lá fyrir fjárhagsáætlun Jarðvangsins við þessa áætlunargerð, gert er ráð fyrir 4,5 milljónum til verkefnisins 2021.

Farið var í stefnumótunarvinnu fyrir Jarðvanginn á árinu 2020 sem skilað góðum leiðbeiningum um hvert ber að stefna með starfsemi hans. Gestastofu Jarðvangsins á Þorvaldseyri var lokað vegna erfiðleika í rekstri.

Sameiginlegur kostnaður.

Í fjárhagsáætlun 2020 var gert ráð fyrir fara í  vinnu við nýja heimasíðu fyrir sveitarfélagið sem verulega þarfnast uppfærslu.  Því var frestað vegna óvissu um afkomu sveitarsjóðs þar sem þetta verkefni var ekki að skapar atvinnu í sveitarfélaginu. Í þessari áætlun er gert ráð fyrir að setja 1,5 milljón í nýja heimasíðu sem hafist verður handa við strax í byrjun árs.

Einnig er gert ráð fyrir innleiðingu office 365 hugbúnaðarins. Office 365 býður uppá meiri sveigjanleika og öryggi. Kerfið er skýjalausn og því eru gögnin aðgengileg notendum hvar og hvenær sem er óháð því hvaða tækni starfsfólkið notar. Það kerfi sem skrifstofan notar núna er löngu orðið úrelt og erfitt að fá þjónustu við það.

Eignasjóður

Skólahúsnæði: Gert er ráð fyrir 1,5  milljónum í framkvæmdir við skólahúsnæðið í þeim tilgangi að skipta út ónýtum gluggum sem ekki náðist að klára á síðasta ári.   Ljóst er að fara þarf í endurbætur á ytra byrði hússins, stefnt er á að fara í þær framkvæmdir á árinu 2022.

Leikskálar: Gert  er ráð fyrir 1,2 milljón til að halda á áfram endurbótum á Leikskálum. Skipta þarf út tveimur stórum gluggum í barsal, í stað annars þeirra kemur hurð sem er þá bæði neyðarútgangur og gefur tækifæri til að setja sólpall fyrir aftan húsið.

Vatnsveita: Gert er ráð fyrir nýrri stofnlögn frá vatnsbóli niður að Sléttuveg áætlaður kostnaður 6 milljónir.

Fráveita: Gert er ráð fyrir endurnýjun fráveitulagna við Kirkjuveg og Austurveg 19-27 samfara lagningu slitlags. Áætlaður kostnaður í framkvæmdaáætlun er 7,3 milljónir.

Gatnagerð: Gert er ráð fyrir að  bundið slitlag verði lagt á Kirkjuveg og Austurveg 19-27, áætlaður kostnaður við þá framkvæmd er 11 milljónir. Einnig er gert ráð fyrir að leggja nýjar gangstéttar á Víkurbraut 2-8 og  Sunnubraut 14-18. Gert er ráð fyrir nýlagningu vegar án yfirlagnar við Smiðjuveg 21-27.

Gámavellir: Gert er ráð fyrir að byggja skýli við húsið á Gámavöllunum. Áætlaður kostnaður er 1 milljón.

Leikskóli: Gert er ráð fyrir að undirbúningur og framkvæmdir við bygginu nýs leikskóla  hefjist á árinu 2021 og að þeim ljúki 2022. Gert er ráð fyrir að kostnaður á árinu 2021 verði 150 milljónir sem eru fjármagnaðar með langtímaláni. Áætlaður heildarkostnaður við nýjan leikskóla er 350 milljónir.

Laun og launatengd gjöld:

Töluverðar launahækkanir voru á árinu 2020, í áætlun fyrir árið 2021 er gert ráð fyrir að laun hækki áfram um 5,6%.

Fjármagnsliðir:

Vaxtaútreikningar í áætlun ársins 2021 miðast við núverandi vaxtakjör. Vísitala neysluverðs er áætluð 2,7 % á árinu 2021 í spá Hagstofunnar og miðað við það í útreikningi á fjármagnsliðum.

Samantekin álagningarhlutföll og breyting þjónustugjalda 2021

 • Útsvarálagning verður 14,52%
 • Fasteignaskattur A: 0,39% af fasteignamati.
 • Fasteignaskattur B: 1,32% af fasteignamati.
 • Fasteignaskattur C: 1,65% af fasteignamati.
 • Lóðarleiga íbúðarhúsnæði: 1,50% af lóðarmati.
 • Lóðarleiga atvinnuhúsnæði: 1,50% af lóðarmati.
 • Vatnsgjald: 0,15% af fasteignamati.
 • Holræsagjald: 0,20% af fasteignamati og lóðarmati.
 • Rotþró 6000 lítra og minni kr. 9.250.
 • Rotþróargjald: er kr. 11.836- fyrir þrær stærri en 6.000 lítra.
 • Aukalosanir kr. 11.836 fyrir hverja tæmingu.
 • Sorphreinsunargjald: 23.134 kr. á heimili. 
 • Sorphirða- almenn hækkun 2,7%
 • Sorpeyðingargjald: 24.055 kr.á heimili.
 • Dægradvöl í grunnskóla- óbreytt
 • Mötuneyti leik- og grunnskóla- óbreytt
 • Hunda- og kattahald- óbreytt
 • Félagsheimilið Leikskálar- óbreytt
 • Útleiga á borðbúnaði, háhöldum og húsgögnum félagsheimilisins Leikskála- óbreytt.
 • Heimgreiðslur til foreldra barna á biðlista eftir leikskólaplássi- óbreytt

 

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins má nálgast hér

 

Prenta Prenta