Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Bréf frá sóknarprestinum í Vík

Kæru sóknarbörn og íbúar í Víkurprestakalli.

Í ljósi hertra aðgerða sóttvarnalæknis í baráttunni við Covid-19 verður Þjóðkirkjan að hlýða settum reglum. Eftir sem áður mun kirkjan og starfsfólk hennar leggja sig fram um að sinna öllum sem til hennar leita.

Ekki verður messað í kirkjum Víkurprestakalls í október skv. tilmælum Biskups Íslands.

Það er ætlun mín miðað við óbreytt ástand að halda kirkjuskólasamverum áfram á sunnudögum kl. 11:15 í Víkurskóla. 

Fermingarfræðslan verður með óbreyttum hætti meðan skólastarf er óbreytt.

Vegna þess að við erum öll orðin mjög leið á þessu ástandi, gætum við þurft huggun og hvatningu.

Ég er með símaviðtalstíma á þriðjudögum - föstudaga kl. 11:00 - 12:00. Þá er hægt að panta tíma í viðtal á prestssetrinu eða leggja fram ósk um símaviðtal á öðrum tíma.

Á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 - 22:00 er ég með netviðtöl á „Netkirkjan.is“ sem er samstarfsverkefni nokkurra kirkjunnar þjóna, sem gæti hentað einhverjum.

Endilega skoðið þann möguleika.

Verum svo dugleg að hvetja hvert annað og styrkja. Tökum þátt í sameiginlegu átaki þjóðarinnar við að ná tökum á hinum skæða veirufaraldri.

Verum dugleg að hrósa og verum jákvæð sýnum samúð og kærleika.

Vík í Mýrdal  5. okt. 2020

Kær kveðja,

Haraldur M. Kristjánsson sóknarprestur

 

Prenta Prenta