Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Sunnlenskur vetrarmarkaður í Vík

Venja hefur skapast fyrir því í Mýrdalshreppi að tveir sölumarkaðir séu haldnir að hausti: Regnbogamarkaður í byrjun október í tengslum við Regnbogahátíðina, og jólamarkaður í byrjun desember. Regnbogahátíðin fellur niður í ár vegna veirufaraldursins en í staðinn er stefnt að einum öflugum vetrarmarkaði þann 21.nóvember 2020.
 
Markaðirnir sem héldnir voru í fyrra voru vel sóttir og stefnum við á að gera enn betur í ár. Við leggjum áherslu á sunnlenska framleiðslu og að gott jafnvægi sé á vöruframboði. Boðið verður upp á matvöru, fatnað, skart, gjafavöru og handverk.
 

Söluaðilar á markaðnum verða meðal annarra:

  • Lindarfiskur
  • Vilt og Alið
  • Kidda á Klaustri
  • Brynjar Ögmundsson
  • Majka.Art
  • Grimu Kokkur
  • Holly Keyser from Skool Beans
 
Helstu upplýsingar
• Staðsetning er félagsheimilið Leikskálar, Víkurbraut 6.
• Dagsetning er 21.nóvember 2020. Tímasetning: 12:00 – 17:00 
• Söluaðilar greiða ekkert fyrir þátttöku
• Markaðurinn verður kynntur á facebook, instagram, vik.is, south.is og í Búkollu
• Markaðurinn er haldinn í Leikskálum í hjarta Víkurþorps
• Rafmagn er til staðar fyrir þá sem þess óska
• Hraðbanki er í 30 metra fjarlægð
• Söluaðilar sem vilja taka við kortagreiðslum skulu taka posa með sér.
 
 
Umsjónarmaður markaðarins er Sveinn Þorsteinsson og veitir hann frekari upplýsingar, tekur við pöntunum o.s.frv. 
Netfang: vik50@simnet.is
Sími: 868-6441 

 

Mynd: Þ.N.Kjartansson

 

Prenta Prenta