Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Regnbogahátíð 2020

Kæru Mýrdælingar
Eftir miklar bollaleggingar hefur menningarnefnd tekið þá ákvörðun að Regnbogahátíð verði ekki haldin með hefðbundnu sniði í ár. Það er einfaldlega of erfitt að standast freistinguna að faðmast, sitja þétt og dansa saman á viðburðum Regnbogans. Þó er stefnt að smærri viðburðum í vikunni sem Regnboginn hefði verið dagana 5. – 11. október svo sem listasýningar o.fl. Þeir sem vilja standa fyrir einhverju eru beðnir um að senda póst á regnbogi@vik.is
Við munum svo setja upplýsingar um viðburði inn á viðburðadagatal, auglýsa þá á heimasíðu sveitarfélagsins og á Facebook síðu Regnbogans svo eitthvað sé nefnt.
Við látum menningarlífið þó ekki liggja niðri í haust og leggjum til að allir taki höndum saman (ekki í bókstaflegri merkingu þó) við að skapa fjölbreytta menningardagskrá í allan vetur.
Vilt þú eða þinn hópur standa fyrir viðburði? Við hjálpum þér að koma honum í framkvæmd. Tillögur að viðburðum:
· Listasýningar
· Námskeið
· Gönguferðir
· Útileikir
· Barnaskemmtanir
· Kvöldvökur
· Tónleikar
· Fjarviðburðir á internetinu
· Villibráða- og / eða jólahlaðborð
Við stefnum á að halda glæsilegan vetrarmarkað í Leikskálum í nóvember og sameina þannig hinn árlega Regnbogamarkað og jólamarkaðinn. Dagsetning markaðarins verður auglýst á næstu dögum.
Ef þú vilt bóka sölubás á vetrarmarkaðnum eða standa fyrir viðburði skaltu hafa samband við regnbogi@vik.is
 
Prenta Prenta