Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Vesturhluta Víkurþorps - Deiliskipulag

Vesturhluta Víkurþorps - Deiliskipulag

Í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér kynnt skipulagslýsing deiliskipulags vesturhluta Víkurþorps í Mýrdal.

Deiliskipulagið nær yfir 10,5 hektarar. Svæðið er þegar byggt en á suður hluta þess eru óbyggðar lóðir en svæðið hefur ekki verið deildskipulagt áður. Flestar lóðir svæðisins eru í eigu sveitarfélagsins. Stór hluti skipulagssvæðisins varð verndarsvæði í byggð skv. lögum nr. 87/2015 með samþykkt ráðherra í febrúar 2020 og skal deiliskipulagsáætlunin vera í samræmi við skilmála
verndarsvæðisáætlunarinnar.

Tilgangur deiliskipulagsins er að styrkja og efla svæðið með því að hlúa að staðbundnum sérkennum
og sögu svæðisins og skilgreina betur notkun þess og framtíðarsýn, lóðastærðir og aðgengi að lóðum.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 7. september 2020 til og með 29. september 2020.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 28.  september 2020.

 

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps

 

Prenta Prenta