Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Vinnuskólinn í Vík

Í sumar var starfræktur vinnuskóli í Vík í fyrsta skipti í mörg ár. Undanfarin ár hefur verið það mikið vinnuframboð fyrir ungmenni í Mýrdalshreppi að ekki hefur verið grundvöllur fyrir til að bjóða uppá slíkan skóla.  Nú í sumar brá öðruvísi við og 15 krakkar 14 til 17 ára störfuðu við skólann í sumar ássamt flokkstjóra.

Við skipulagningu  var lagt upp með að blanda saman vinnu, leik og fræðslu. Mánudagar voru nýttir  í fræðslu og leik en aðra daga fegruðu nemendur þéttbýlið í Vík.  Mikil uppsöfnuð þörf var fyrir þá vinnu sem krakkarnir inntu af hendi, víða var kantskorið meðfram gangstéttum, göngustígar lagaðir, bekkir og leiktæki máluð og margt fleira  sem ekki ætti að fara fram hjá neinum.

Á mánudögum var m.a. boðið uppá ratleik Umf. Kötlu. skátaleiki og grill í Syngjanda, renna sér í sápurennibraut sem þau útbjuggu sjálf, fræðsluferð í Hjörleifshöfða með starfsmönnum jarðvangsins, jafningjafræðslu þar sem ungmenni á vegum SASS komu og ræddu við nemendur um Kynlíf, neikvæð áhrif kláms, vímuefni, sjálfsmynd, heilbrigt félagslíf o.fl.  Loka hnykkurinnn var svo vel heppnuð ferð til Vestmannaeyja.

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þessum frábæru krökkum og flokkstjóranum fyrir þeirra vinnu og samstarfið í sumar. Þau stóðu sig ótrúlega vel og komu undirritaðri aftur og aftur á óvart með afköstum sínum.  Það er von mín að okkur takist aftur næsta sumar að starfrækja vinnuskóla.

 

 

Prenta Prenta