Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Sumarpistill sveitarstjóra

Kæru Mýrdælingar

Sveitarfélagið er fjárhagslega nokkuð vel undir það búið að takast á við þær hremmingar sem fylgja samdrætti í ferðaþjónustunni, þó vissulega líti út fyrir að halli verði á rekstri sveitarfélagsins þetta árið. Viðræður hafa staðið við ríkisvaldið um viðspyrnu og aðstoð þess við þau 6 sveitarfélög á landinu sem talin eru fara verst fjárhagslega út úr þeim samdrætti sem fylgir Covid. Þær viðræður standa yfir og mun niðurstaða þeirrar vinnu væntanlega koma í ljós með haustinu.

Verulega hefur dregið úr atvinnuleysi í sumar þó ennþá sé það allt of hátt. Mikil óvissa ríkir með haustið og tíminn einn mun leiða það í ljós hvernig atvinnuástandið verður þegar líða fer á árið.

Sveitarstjórn ákvað strax í upphafi að fresta ekki fyrirhuguðum framkvæmdum ársins 2020 sem skapa vinnu fyrir heimamenn en fresta heldur öðru sem hægt er að vera án fram á næsta ár. Malbika átti bæði Kirkjuveg og ómalbikaðan hluta Austurvegar í sumar því var slegið á frest en óhjákvæmilegt er að taka upp malbik á hluta Víkurbrautar, sem liggur frá brúnni fram yfir gatnamótin við Ránarbraut. Ástand malbiksins er þannig að ekki verður við svo búið lengur og hentar vel að það verði framkvæmt samhliða framkvæmdum Vegagerðarinnar við Austurveg.

Fyrirhugaðri bygginu á tólf íbúða fjölbýlishúsi í samtarfi við Bjarg fasteignafélag hefur verið frestað um ár.

Áfram er haldið með endurbætur á Leikskálum. Í vor var skipt um þann hluta þaksins sem átti eftir að endurnýja og nú eru að hefjast gluggaskipti á hluta þeirra glugga sem ekki var skipt út s.l. sumar.  Stefnan er að hefja húsið aftur til vegs og virðingar þannig að sómi sé að. Það er hverju sveitarfélagi nauðsyn að eiga gott samkomuhús undir félagsstarf, menningu og listir.

Endurbætur á leikskólalóð standa nú yfir, fyrsti áfangi er að flytja áhaldaskúrinn út fyrir lóðina til að nýta lóðina betur, hlúa að leiktækjum og setja upp tvær ungbarnarólur. Lögð verður hjólabraut  fyrir krakkana sem nýtist á skipulögðum hjóladögum. Einnig verða gerðar endurbætur á kaffistofu starfsmanna.

Í grunnskólanum var stór hluti glugga endurnýjaður á síðasta ári ásamt útihurð í eldhúsi.  Klárað verður að skipta út gluggum í sumar ásamt öðru minna viðhaldi.

Öðrum áfanga af þremur við endurnýjun á vatns- og fráveitulögnum eftir Víkurbraut ásamt endurnýjun á gangstéttum er lokið, stefnt er að því að klára þriðja og síðasta áfanga á næsta ári út að brúnni á Víkurbrautinni.

Mýdalshreppur og U.m.f. Katla stóðu saman fyrir leikjanámskeiði frá 3. til 30. júní fyrir börn í forskóla til 4. bekkjar. Tuttugu- og sjö  börn tóku þátt í námskeiðinu þar sem boðið var uppá sundkennslu, leikja- og boltafjör ásamt ýmsu öðru. Þrír starfsmenn voru á námskeiðinu þær Birgitta Rós, Birna Sólveig og Guðrún Lilja sem stóðu sig frábærlega og leystu verkefni um leið og þau komu upp. Almenn ánægja var með námskeiðið og ljóst að það er komið til að vera.

Undanfarnar vikur hefur vinnuskólinn fegrað Víkina svo um munar. Fimmtán krakkar hafa verið í vinnuskólanum í sumar þar sem blandað hefur verið saman vinnu, lærdóm og leik. Mánudagar hafa verið notaðar til að hafa gaman og öðlast þekkingu. Meðal annars var þessum dögum varið til að búa til og renna sér í sápurennibraut, fara í ratleik U.m.f. Kötlu, vettvangsferð með starfsmönnum Kötlu Jarðvangs í Hjörleifshöfða, útileikir og jafningjafræðsla á vegum SASS.  Stefnt er að lokaferð til Vestmannaeyja 23. júlí nk. Aðra daga hafa þau lagt sig fram um að fegra bæinn undir stjórn flokkstjórans síns Kristínar Ólafsdóttur sem heldur feikilega vel utan um hópinn og stýrir honum af miklu öryggi. Mikil uppsöfnuð þörf var eftir vinnuskóla í Mýrdalshreppi. Þau hafa staði sig mjög vel eins og verkin sýna víðsvegar um þéttbýlið í Vík. Það er von mín að okkur takist að fá krakkana aftur í skólann næsta sumar svo halda megi áfram að fegra og bæta umhverfið okkar.

Undirbúningur fyrir endurbyggingu Halldórsbúðar er í fullum gangi, verkefnið hlaut myndarlegan styrk frá Minjastofnun 5,5 milljónir auk þess sem Mýrdalshreppur hefur styrkt verkefnið. Stefnt er að því að grunnurinn rísi fyrir haustið.  

Að lokum langar mig að nefna að skrifstofa sveitarfélagsins verður lokuð frá 13. til 24. júlí nk. vegna sumarleyfa starfsfólks, við ætlum að njóta þess að vera í fríi, vona að þið eigið líka ánægjulegt sumar.

Sumarkveðja,

Sveitarstjóri

 

Mynd: Þ. N. Kjartansson 

Prenta Prenta