Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Vinnuskóli Mýrdalshrepps

Vinna-leika-læra

Vinnuskóli Mýrdalshrepps tekur til starfa 2. júní nk. í vinnuskólanum verður unnið, leikið og lært. Lögð verður  áhersla  á að nemendur læri almennar reglur og  siðferði á vinnumarkaði, einnig verður lögð áhersla á að nemendur tileinki sér kurteisi, stundvísi og vinnusemi.

Helstu verkefni tengd vinnuhlutanum eru málningarvinna og önnur fegrun sveitarfélagsins. En við ætlum líka að fræðast og hafa gaman.  Meðal þess sem við stefnum á að gera er að búa til sápurennibraut/völl, taka þátt í útivistarnámskeiði, fá fræðslu í útikennslustofu hjá Kötlu Geopark, grilla saman og svo stefnum við á að fara í lokadaginn til Vestmannaeyja í skemmtiferð. Við vonumst til að vinnuskólinn verði bæði skemmtilegur og lærdómsríkur.

Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:

 • Mæta skal á réttum tíma á réttum stað
 • Sýna skal flokkstjóra kurteisi
 • Einelti er ekki liðið
 • Notkun tóbaks er bönnuð, hvort sem er, reykingar, munntóbak eða rafrettur.
 • Notkun farsíma er bönnuð á vinnutíma enda ekki tekin ábyrgð á þeim.
 • Öll forföll þarf að tilkynna til flokkstjóra áður en vinna hefst.
 • Leggja þarf til allan vinnufatnað og galla en vinnuskólinn leggur til öryggisvesti
 • Ætlast er til að krakkar mæti með nesti, ekki er leyfilegt að yfirgefa vinnustað í pásum.
 • Nemendur fá klukkutíma í mat á milli 12:00 og 13:00.
 • Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar.

Tímakaup í vinnuskóla 2020

Laun

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

Fædd 2003

Tímakaup

570

720

860

1000

Tímafjöldi

80

120

198

198

Möguleg heildarlaun

45.600

86.400

170.280

198.000

Með orlofi

51.546

97.667

192.485

223.819

 

 

 • Nemendur sem verða 16 ára á árinu greiða skatt ef ekki er valið að nýta persónuafslátt
 • Mánuði eftir að 16 ára aldri er náð greiða nemendur í Lífeyrissjóð.

 

 

Prenta Prenta