Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Tónskóli Mýrdalshrepps - vorönn

Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn við Tónskóla Mýrdalshrepps

Tónskólinn hefur verið í sambandi við formann Félags Tónlistakennara Sigrún Grendal og fengið þar svarað ýmsum spurningum hvernig skólastarfi sé háttað varðandi vortónleika og skólahald. Í ljósi sótvarnaráðstafa og aðstæðna í samfélagi vegna Covid-19 hefur tónskólinn ákveðið að aflýsa vortónleikum 2020.

Til þess að reyna að bæta upp fyrir að ekki verði haldnir tónleikar höfum við ákveðið að taka nemendur upp á myndbandsupptöku sem þeir fá að eiga. Myndbandið mun ekki vera deilt eða dreift af tónskólanum og er þetta einungis fyrir kennara til einkunargjafa og foreldra/forráðamenn að sjá, hlusta og vonandi njóta. Þetta mun fara fram 13.- 15. maí og líka 20. maí í tónskólanum.

Læt fylgja hérna nýjustu upplýsingar frá Sigrúnu Grendal varðandi skólstarfsemi tónskóla:

Eftir 4. maí gilda almennar sóttvarnaráðstafanir um hreinlæti, sótthreinsun og notkun handspritts í öllum skólum. Mælst er til þess að sem fæstir fullorðnir komi í skólabyggingar og á það m.a. við um foreldra, iðnaðarmenn og almenna gesti.

Hvatt er til sérstaks hreinlætis, sótthreinsunar og handþvotta, einkum ásvæðum/flötum/búnaði sem m argir ganga um.

Nemendur á leik- og grunnskólaaldri geta sóttkennarar og nemendur eldri en 16 ára  þurfa að virða reglur um 50 fullorðna einstaklinga í sama rými og um 2 metra fjarlægð milli þeirra. Mælst er til þess að skólar skipuleggji ekki fjölmennar samkomur.´

 

Skólastjóri Tónskóla Mýrdalshrepps

 

Prenta Prenta