Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Sumarstörf fyrir námsmenn í Mýrdalshreppi

18 ára og eldri

Uppbygging  innviða í Mýrdalshreppi

Mýrdalshreppur auglýsir tvö sumarstörf fyrir námsmenn við uppbyggingu og viðhald innviða ferðaþjónustunnar. Um er að ræða fjölbreytt verkefni utandyra, svo sem stikun gönguleiða, uppsetningu skilta, einfalda málningarvinnu, garðvinnu og önnur tilfallandi verkefni. Störfin fela m.a. í sér mikla útiveru á fjöllum og í fallegri náttúru Mýrdalshrepps.

Æskilegt er að umsækjendur uppfylli eftirfarandi kröfur:

 • Líkamlegt hreysti.
 • Reynsla af fjallgöngum og útivist.
 • Reynsla af notkun handverkfæra, svo sem skóflu, haka, handsög og borvél.
 • Sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð samskiptafærni.
 • Geta til að leiða hóp og leiðbeina.
 • Umsækjandi hefur náð 18 ára aldri og hefur hreint sakavottorð.
 • Bílpróf.

Umsóknarfrestur til 20. maí n.k.

Umsóknir sendist á kotlusetur@vik.is

Nánari upplýsingar veitir forstöðukona Kötluseturs í síma 852-1395 á skrifstofutíma.


Flokkstjóri í vinnuskóla

Tímabil:               2. júní  til 31. júlí 2020
Starfsheiti:         Flokkstjóri
Starfslýsing:       Í starfinu felst skipulagning og stýring á vinnuhópum unglinga á aldrinum 14 til 17 ára. Vinnuhóparnir sinna umhirðu og viðhaldi á opnum svæðum og við stofnanir sveitarfélagsins. Verkefnin eru m.a gróðursetning, hreinsun beða og göngustíga, þökulagning, málun og sópun. Leiðsögn, hópefli og hvatning til góðra verka er stór þáttur í starfinu. Flokkstjórar skrifa og halda utan um vinnuskýrslur. Starfsmaður þarf að vera tilbúin til að sækja námskeið til undirbúnings fyrir starfið. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu.


Hæfniskröfur:  

 • Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi.
 • Reynsla af starfi með unglingum æskileg.
 • Hrein sakaskrá.
 • Þarf að hafa bílpróf.
 • Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni.
 • Góð íslensku kunnátta æskileg.

Vinnutími: Unnið er virka daga frá 8:00 til 16:30

Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k.

Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á sveitarstjori@vik.is  eða skila henni á skrifstofu Mýrdalshrepps. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 487-1210 á skrifstofutíma.


Leiðbeinandi á leikjanámskeiði

Tímabil: 1. júní til 30. júní 2020

Starfsheiti: Leiðbeinandi

Starfslýsing: Í starfinu felst skipulagning og umsjón leikjanámskeiðs fyrir börn í 1. til 4. bekk. Ekki er gert ráð fyrir frítöku á tímabilinu.

Hæfniskröfur:

 • Góð fyrirmynd, stundvísi og vinnusemi.
 • Reynsla af starfi með börnum æskileg.
 • Sjálfstæð vinnubrögð og góð samskiptahæfni.
 • Menntun sem tengist starfinu æskileg.
 • Frumkvæði og þolinmæði.
 • Hrein sakaskrá.
 • Góð íslenskukunnátta.

Vinnutími: Unnið er virka daga frá 8:00 til 17:00

Umsóknarfrestur er til 20. maí n.k.

Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á sveitarstjori@vik.is  eða skila henni á skrifstofu Mýrdalshrepps. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 487-1210 á skrifstofutíma.

 

          

 

 

Prenta Prenta