Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Vinnuskóli Mýrdalshrepps 2020

Mýrdalshreppur óskar eftir umsóknum um störf í skemmtilegri og lærdómsríkri sumarvinnu við vinnuskóla Mýrdalshrepps í sumar.

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 24. júlí 2020

Vinnutími:

Nemendur í 8. bekk starfa frá 8. júní til 3. júlí– Daglegur vinnutími er frá klukkan 8:00 til 12:00.

Nemendur í 9. bekk starfa frá 8. júní til 3. júlí – Daglegur vinnutími er frá 8:00 til 15:00

Nemendur í 10. bekk og og unglingar í árgangi 2003 starfa frá 8. júní til 24. júlí - Daglegur vinnutími er frá 8:00 til 15:00.

Athugið að nemendur í 10. bekk og unglingar í árgangi 2003 þurfa að skila inn staðfestingu á rafrænum persónuafslætti og greiða lífeyrissjóð. Iðgjöld reiknast frá næstu mánaðarmótum eftir 16. ára afmælisdag.

Vinnuskólinn er eingöngu ætlaður fyrir börn sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða eiga foreldri með lögheimili í sveitarfélaginu.

Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

Nemendur í vinnuskóla mæta til vinnu í Áhaldahúsið í Vík stundvíslega.

Reglur vinnuskólans eru einfaldar og skýrar:

  • Mæta skal á réttum tíma á réttum stað
  • Sýna skal flokkstjóra kurteisi
  • Einelti er ekki liðið
  • Notkun tóbaks er bönnuð, hvort sem er, reykingar, munntóbak eða rafrettur.
  • Notkun farsíma er bönnuð á vinnutíma enda ekki tekin ábyrgð á þeim.
  • Öll forföll þarf að tilkynna til flokkstjóra áður en vinna hefst.
  • Leggja þarf til allan vinnufatnað og galla en vinnuskólinn leggur til öryggisvesti
  • Ætlast er til að krakkar mæti með nesti, ekki er leyfilegt að yfirgefa vinnustað í pásum.
  • Nemendur fá klukkutíma í mat á milli 12:00 og 13:00.
  • Klæðnaður skal hæfa veðri og eðli vinnunnar.

 

Umsækjendur eru beðnir að senda umsókn á vinnuskoli@vik.is eða skila henni á skrifstofu Mýrdalshrepps.

Í umsókninni þarf að koma fram fullt nafn, kennitala og símanúmer. Umsóknarfrestur er til 20. maí nk.

 

 

Prenta Prenta