Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Skrifstofustarf

Embætti sýslumanns á Suðurlandi er stjórnsýslu- og þjónustustofnun sem reist er á gömlum grunni og annast fjölþætt viðfangsefni framkvæmdarvalds ríkisins í héraði. Áherslur vinnustaðarins byggja á góðri og faglegri þjónustu, skilvirku verklagi og öflugri liðsheild.

Skrifstofustarf

Laust er til umsóknar starf skrifstofumanns við embætti sýslumannsins á Suðurlandi. Um er að ræða starf í innheimtudeild. Starfið verður unnið á skrifstofu embættisins í Vík. Um er að ræða fullt starf sem heyrir undir sýslumann.
Væntanlegur starfsmaður verður hluti innheimtuteymis embættisins sem ber ábyrgð á faglegri afgreiðslu innheimtumála samkvæmt viðurkenndum verkferlum. Starfið er fjölbreytt og í því felast mikil samskipti við gjaldendur og hagsmunaaðila.

Við leitum að talnaglöggum einstaklingi með góða samskipta- og samvinnuhæfni.

Hæfnikröfur 
Hæfni á 2. -3. þrepi skv. íslenska hæfnirammanum.
Reynsla af skrifstofu- og/eða þjónustustörfum er æskileg.
Þekking á starfsemi sýslumannsembættanna er kostur.
Sjálfstæði, frumkvæði, nákvæmni, öguð og traust vinnubrögð.
Hæfni til að vinna í teymi.
Álagsþol, þolinmæði og þrautseigja.
Jákvæðni, þjónustulund og góð færni í mannlegum samskiptum.
Góð almenn tölvukunnátta og ritvinnsla.
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
Þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli er kostur.

Frekari upplýsingar
Í Vík er ein fjögurra starfsstöðva embættisins þar sem fram fer afgreiðsla allra almennra erinda. Á starfsstöðinni er umboð almannatrygginga, unnið er sérverkefni sem lýtur að bókhaldi sendiráða, þar er aðalgjaldkeri embættisins staðsettur auk þess sem í Vík er aðsetur Lögbirtingablaðsins.

Embætti sýslumanns er framsækinn vinnustaður sem skipaður er hæfu starfsfólki sem veitir metnaðarfulla þjónustu.

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi og sakavottorði, auk annarra atriða sem máli kunna að skipta. 

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Sameykis. 
Umsóknir sendist á netfang sýslumanns; kristinth@syslumenn.is, sem einnig veitir upplýsingar í síma 458-2800. Umsókn má einnig senda á póstfang embættisins, Hörðuvelli 1, 800 Selfossi.

Umsóknarfrestur er til og með 11. maí n.k. 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.


Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sbr. 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Prenta Prenta