Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Kennarar óskast við Víkurskóla, Vík í Mýrdal

Víkurskóli Vík í Mýrdal auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar fyrir skólaárið 2020-2021:

Stöðu umsjónarkennara á elsta stigi, kennslugreinar: Íslenska, samfélagsfræði,danska og valgreinar

Staða grunnskólakennara á yngsta stigi, kennslugreinar: Íslenska, stærðfræði, samfélagsfræði, smíði, textílmennt og tónmennt, um 65% stöðugildi.

Staða grunnskólakennara á miðstigi, kennslugreinar: Íslenska, samfélagsfræði, danska, smíði, textílmennt og tónmennt, um 80% stöðugildi, tímabundið.

Við leitum að kennurum sem:

  • hafa leyfisbréf til kennslu eða aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • hafa sértæka hæfni á grunnskólastigi
  • hafa gott vald á íslensku máli í ræðu og riti
  • eru sveigjanlegir og með góða samskiptahæfni
  • hafa faglegan metnað til að takast á við ný og spennandi verkefni
  • vilja taka þátt í samstarfi og teymisvinnu
  • hafa reynslu og þekkingu af upplýsingatækni í skólastarfi
  • bera virðingu fyrir börnum og hafa áhuga á að starfa með þeim

Víkurskóli er lítill samkennsluskóli með um 55 nemendur.

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldi til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.

Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.

Möguleiki er á húsnæði á staðnum. Launakjör samkvæmt kjarasamningi KÍ og Sambands ísenskra sveitarfélaga.

Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2020

Umsóknarfrestur er til  og með 6. maí 2020

Umsóknir skulu sendast á netfangið skolastjori@vik.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í  síma  4871242 /7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.vik.is

 

 

Prenta Prenta