Fyrri mynd
Næsta mynd
Ok
Velkomin á vef Mırdalshrepps. Viğ notum vefkökur (e. cookies) til şess ağ bæta upplifun şína og greina umferğ um síğuna.
Meğ şví ağ nota vefsíğuna samşykkir şú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Opna
Facebook
Instagram
Sjórnsısl
Stjórnsısla
Mannlíf
Mannlíf
Şjónusta
Şjónusta
EN
PL
Mırdalshreppur
Open Menu Close Menu
 
Til baka
EN     PL
Şjónustuver
Opiğ frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00 alla virka daga
Sími 487 1210

Fréttir

Landverðir - Dyrhólaey, Skógafoss og Fjaðrárgjúfur

Laus störf

Landverðir - Dyrhólaey, Skógafoss og Fjaðrárgjúfur

Umhverfisstofnun leitar að landvörðum í tímabundin störf í Dyrhólaey/Skógafoss, Fjaðrárgljúfur og önnur verndarsvæði, bæði í fullt starf og hlutastörf. Starfstímabil geta verið umsemjanleg. Aðsetur landvarða verður í eða í grennd við verndarsvæðin 

Helstu verkefni og ábyrgð
Störf landvarða felast í daglegri umsjón og eftirliti með náttúruverndarsvæðum og að gæta þess að ákvæði náttúruverndarlaga og sérlaga, friðlýsingarskilmála og stjórnunar- og verndaráætlana viðkomandi svæða séu virt. Þeir koma á framfæri upplýsingum og fræða gesti um náttúru og sögu svæðanna, sjá um viðhald innviða, halda við merktum gönguleiðum og sinna öðrum tilfallandi verkefnum sem koma upp.
Landverðir þurfa að vera viðbúnir ef slys ber að höndum og er gerð krafa um að þeir sem ráðnir verða til starfa sæki skyndihjálparnámskeið eða hafi gild skyndihjálparréttindi. Boðið verður upp á skyndihjálparnámskeið fyrir landverði í vor.

Hæfnikröfur
- Landvarðanámskeið eða nám sem Umhverfisstofnun telur samsvarandi er krafa
- Reynsla af landvörslustörfum er kostur
- Gild ökuréttindi er krafa
- Góð færni í samskiptum er mikilvæg
- Góð kunnátta í íslensku og ensku er mikilvæg og frekari tungumálakunnátta er kostur
- Þekking á viðkomandi starfssvæði er kostur
- Reynsla af útivist og náttúrutúlkun, skálavörslu, björgunarsveitarstörfum og leiðsöguréttindi eru kostir

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Verkalýðsfélag Suðurlands hafa gert.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um störfin. 
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 07.02.2020

Nánari upplýsingar veitir
Daníel Freyr Jónsson - daniel.jonsson@umhverfisstofnun.is - 5912000

 

Prenta Prenta